laugardagur, 1. ágúst 2009

Farsímamál

Get ekki orða bundist. Dóttir mín 14 ára safnaði sér fyrir fyrsta farsímanum sem keyptur var í Elko um miðjan apríl s.l. Nokia 2630 nánar tiltekið sem kostaði þá 12.495 . Auka trygging var afþökkuð því starfsfólk gat litla grein gert fyrir því í hverju hún fælist. í dag rúmum þrem mánuðum seinna þegar dóttir mín tekur símann upp úr vasanum á gallabuxunum sínum kemur engin mynd á skjáinn. Hann er dauður. Við af stað til Elko, síminn en í ábyrgð en nei!! Nákvæmlega þetta er ekki ábyrgðarmál, síminn þolir ekki þann þrýsting að vera í gallabuxnavasa né heldur mikinn mun á hita og kulda. Ef ég hefði nú tekið aukatryggingu hefði hún líklega greitt þetta , þó ekki alveg klárt.!! Mér þykir þetta afspyrnu léleg þjónusta. Að okkur sé t.d. ekki gert grein fyrir að um sé að ræða "einnota" síma og leiðbeint við kaup. Við veltum þessum málum fyrir okkur í amk. klukkutíma óg enduðum á að kaupa þennan síma. Stelpan var mikið sár
Geirþrúður

26 ummæli:

  1. Símar eru viðkvæm tæki og ber að meðhöndla sem slík, að setjast á símann þegar hann er í rassvasa á gallabuxum er frábær og árangursrík leið til þess að brjóta síma.
    Það er hægt að skipta um skjáinn og mæli með því að þú látir gera það, það er ódýrara en að kaupa nýjan.

    SvaraEyða
  2. Svo líka er það ekki Elko sem metur hann ónýtann eða ekki, það eru umboðsaðilar símans, semse hátækni sem gera það svo ekki vera að setja útá Elko í þessu tilfelli, þó svo þú segir að þau hafi ekki útskýrt nóg fyrir þér með viðbótar tryggingu sem eg efa að þau hafi ekki gert því þau fá víst fínan bónus fyrir þannig sölu. En það er Hátækni sem dæmir og metur símann.

    SvaraEyða
  3. Það hlítur að sjást eitthvað á símanum? Ef EKKERT sést á honum er þetta ábyrgð. Þeir hafa ekkert bakvið sig að alhæfa að hafa síma í vasanum skemmi þá. Hef minn oftast í vasanum og hann hefur dugað í 5 ár..

    SvaraEyða
  4. afhverju helduru að það séu búnar til töskur fyrir síma? til að verja þá höggum og raka meðan fólk er með þá í vasanum, Nokia 2630 er þynnsti sími sem hefur verið framleiddur af nokia 9,9mm á þykkt, og já það þarf engann Einstein til að sjá að þannig símar eiga ekki heima í vasa nema með hlíf utan um sig. Þið hljótið að hafa séð þykktina á símanum áður en þið keyptuð hann.

    SvaraEyða
  5. svo eru líka til bæklingar þarna í elko sem útskýra þessa viðbótartryggingu, þannig ef þér fannst starfsfólkið ekki útskýra það nógu vel fyrir þér hvað fælist í þessari viðbótartryggingu þá gastu lesið það í bæklingnum. Er með hann fyrir framann mig núna og já síminn ykkar hefði verið bættur ef þið hefðuð keypt þessa tryggingu.

    SvaraEyða
  6. Sést eitthvað á þessum síma? Ef ekki þá er þetta ábyrgð. Skiptir þá engu hvort hann var í vasa eða ekki. Kemur málinu ekki við. Verkstæðið þarf að sanna án allrar óvissu að um utanaðkomandi skemmd sé að ræða. Engar getgátur gilda.

    SvaraEyða
  7. auðvitað sést á honum, skjárinn var brotinn út af þrýstingi!

    SvaraEyða
  8. Þá er þetta hálf tilgangslaus umræða. Sé ekki að brotinn skjár geti verið ábyrgð nema í undantekningartilfellum þar sem annar galli símans veldur því. Sem já er heldur ólíklegt þarna :)

    SvaraEyða
  9. ég er starfsmaður Hátækni, það þýðir heldur ekki að kenna okkur um það að síminn sé ónýtur, meina hvorki við né elko skemmdum símann né framleiddum hann, og já þetta er mjög viðkvæmur sími, hann er þunnur og léttur, ef þú vilt fá síma handa 14 ára dóttur þinni sem endist, þá skaltu láta hana kaupa sér höggheldann og vatnsheldann síma.

    SvaraEyða
  10. Það stendur hvergi að skjárinn hafi verið brotinn. Verið er að framleiða lélega síma svo fólk þurfi að kaupa þá sem oftast, því það er ekki hagstætt fyrir þessi fyrirtæki að framleiða góða og endingamikla vöru í dag, þú ferð á hausinn.

    SvaraEyða
  11. ég er alltaf með minn í vasanum en aldrei brotnar hann.
    fólk getur alltaf rekið sig í og þá er það síðasta sem gert er að kenna sjálfum sér um.

    SvaraEyða
  12. Björg: Nei það stendur ekki að skjárinn sé brotinn en þegar svartur skjár + þeir tala um þrýsting þá er klárt mál að um brotinn skjá er að ræða.
    Og þannig er það því miður, að ef maður skemmir tækið sitt, sama hvernig tæki það er, þá er ekki hægt að fá nýtt í staðinn eða viðgerðina fría.
    Það væri nú huggulegt samt ef ábyrgðarmál væru þannig en þau eru ekki þannig sem betur fer.
    Ábyrgð á rafmagnstækjum nær yfir framleiðslugalla en ekki yfir tjón af völdum eiganda.
    Það er líka mjög erfitt að fullyrða að sími í eigu fjórtán ára barns hafi aldrei lent í neinu, það er mjög "fishy"...

    Kveðja frá verslunarmanni

    SvaraEyða
  13. Ehemm þið elko plús hátæknimenn. Kunnið þið annan betri? Nei ég held nefnilega ekki.

    Ég veit um mjög mörg tilfelli þar sem sími hefur farið í viðgerð í Hátækni/Tækjavörur og komið til baka með greininguna rakaskemmdur ekki í ábyrgð. Ég veit líka að í sumum af þessum tilfellum hefur viðkomandi sími ekki komið nálægt raka.

    Það er því greinilega Tækjavörum/Hátækni í hag að skoða ekki símana heldur dæma þá strax ónýta á staðnum. Símabuisnessinn er nefnilega þannig að þeir símar sem framleiddir eru eru sífellt að verða lélegri og lélegri og þola nánast ekki neitt. Þetta leiðir til þess að fólk þarf að skipta oftar um síma.

    Ef eitthvað bilar í viðkomandi síma þá bara só sorry rakaskemmd.

    Hugsið ykkur nú ef Hátækni/Tækjavörur væru í því að sinna sínu hlutverki. Þá væri enginn buisness fyrir þau fyrirtæki og þau færu fljótlega á hausinn.

    Come on! EKKI reyna að neita þessu!

    SvaraEyða
  14. Hef haft minn síma, alódýrasta gerð Nokia (kostaði 3þús) í vösum innan um tóbakskorn og salla alla hans tíð og aldrei hefur hann bilað.

    Aftur á móti voru gsm-símar viðkvæmari í upphafi. Það mátti ekki missa þá 50cm í gólf án þess að skjárinn brotnaði.

    Tækið getur orðið fyrir raka þó það lendi ekki í vatni t.d. ef það er haft með inn á baðherbergi. Raki myndast líka ef farið er með símann úr frosti yfir í hlýju. Þetta getur skemmt prentrásir.

    Myndi halda að ef síminn lítur eðlilega út og er ekki augljóslega brotinn eða aflagaður þá myndi ábyrgðin gilda, nema innri skemmdir sem gætu hafa orsakast af þrýsting, hita, höggi oþh kæmu í ljós við skoðun á verkstæði.

    SvaraEyða
  15. Hvorsem um ábyrgð er að ræða eða ekki þá sýnir þetta dæmi um hversu lélega þjónustu, og lélegir sölumenn vinna þarna. afhverju buðu þeir henni ekki einhverskonar afslátt af öðru símtæki? lítið mál að láta stelpuna hafa einhvern síma sem að þolir smá þrýsting á 10-20% afslætti og svo kannski ódýrustu gerð af handfrjálsum búnaði frítt með. ég þori að veðja að mæðgunar hefðu gengið sáttar út og ekki farið að skíta út fyrirtækið á netinu ef að starfsmennirnir þarna hefðu eithvað vit í kollinum. Elkó hefði komið út á sléttu við einhvern álíka gjörning, og þær hefðu þar af leiðandi ekki keypt síma af samkeppnisaðilia, jafnvel síðan seinna keypt einhverjar aðrar vörur af fyritækinu seinnna því þær voru svo ánægðar með "þjónustuna" sem að þær fengu.

    SvaraEyða
  16. Þú nafnlausi sem hraunar yfir Hátækni. Þekkir þú eitthvað til? Hefur þú komið inn á verkstæði til þeirra? Veistu eitthvað hvernig ábyrgðarmál eru meðhöndluð frá Nokia? Því mér virðist þú ekki hafa nokkra einustu hugmynd um það.
    Eins og oft hefur komið fram eru símar mjög viðkvæmir fyrir raka og án þess að þeir hafi komist í beina snertingu við vatn geta þeir rakaskemmst.
    Nokia greiðir ágætlega vel fyrir ábyrgðarviðgerðir en Hátækni fær nánast ekkert fyrir sinn snúð þegar sími reynist vera bleytuskemmdur (dottinn úr ábyrgð)
    Fyrir að gera við bleytuskemmdan síma er rukkað eitt gjald og er það fyrir tímavinnu tæknimanns, oft getur tekið heillangan tíma að reyna að hreinsa bleytuskemmdir og það er drullusvekkjandi að sjá svo eftir alla vinnuna að síminn er ónýtur og ekki hægt að bjarga honum.
    Hátækni græðir akkúrat ekkert á því að selja síma og dæma þá síðan bleytuskemmda hægri vinstri.
    Vil ég benda á þessa grein, hún er góð lesning:

    www.hataekni.is/thonustumidstod/hagnytar-upplysingar/af-hverju/

    Fólk ætti að láta "upplýsingar" frá svona besservisserum eins og vind um eyru þjóta.

    Takk fyrir mig.

    SvaraEyða
  17. Það koma 2 starfemenn frá Hátækni hingað inn og skrifa. Afhverju skrifa þeir ekki undir nafni fyrst þeir skrifa í nafni fyrirtækis þeirra sem þeir vinna hjá.

    MBK
    Ottó

    SvaraEyða
  18. Sæll Ottó, ég taldi víst að það væri hreinlega bara nóg að gera grein fyrir sjálfri mér sem starfsmanni, en ég hef að sjálfsögðu ekkert að fela.
    Ég heiti Valgerður og er þjónustufulltrúi.
    Vil einnig benda á að ef viðskiptavinur efast um að greining á síma sé rétt ef um bleytuskemmd er að ræða að þá er að sjálfsögðu ekkert vandamál að fá sendar myndir í tölvupósti af skemmdunum. Við þurfum nefnilega alltaf að getað sannað mál okkar.
    Einnig getur viðskiptavinur komið til okkar í móttöku og fengið tæknimann til þess að sýna sér skemmdirnar.
    Ef frekari spurningar vakna varðandi þessi mál vil ég endilega benda fólki á að hafa samband við þjónustumiðstöð og ræða við einhvern af okkar þjónustufulltrúum.

    Með bestu kveðjum og góða helgi :)

    SvaraEyða
  19. vá ég var einusinni að vinna í vodafone verslun og ruglið sem að sumir láta útúr sér við starfsmenn fyrirtækja sem hafa ekkert gert neitt annað en að hafa vinnu er ótrúlegt. Og var ég sendur á mörg námskeið í að höndla reiða kúnna og það besta sem ég lærði var að vorkenna pakkinu sem kom og öskraði og vildi fá nýjan síma því að þeirra bilaði og helst strax og auðvitrað er það EKKI HÆGT AÐ SKIPTA ÚT RAFTÆKI Á STAÐNUM ÞAÐ ÞARF ALLTAF AÐ LÁTA SKOÐA ÞAÐ.
    Enda þeir sem að voru rólegir og skilningsríkir voru frekar aðstoðir í að fá afslátt eða annað.Enda eru allir sem að vinna í verslun og eða þjónustu mjög gjarnir á að vera skítsama um það fífl sem að kemur og er að rífast um bilað drasl og verða rosalega fegnir þegar aðilinn fer og enþá glaðari þegar hann segist ekki vilja versla þarna aftur enda þá er einum asnanaum færra

    Kveðja Jón

    SvaraEyða
  20. Held að fólk hafi líka verið fúllt útaf þessu bleytuskemmdum þegar þið notið bara einhverja litun á skynjara við þetta. Nokkkuð viss að samkvæmt íslenskum ábyrgðarlögum þá þurfiði að sanna að einhvern nauðsynlegur hluti símans sé skemmdur að það sé vegna raka en ekki einhvers annars.

    Þessi skynjari litast oft þó að ekkert sé að símanum...

    SvaraEyða
  21. Sæll hr. Nafnlaus.

    Vil benda á að þegar tæknimaður "dæmir" síma bleytuskemmdan, þá er hann búinn að opna símann og rannsaka hann vel. Tæringar geta leynst á rafhlöðusnertum, skjátengjum eða öðrum stöðum og ef viðskiptavinur óskar eftir getur tæknimaður tekið myndir af þeim skemmdum eða sýnt viðskiptavini sem mætir á staðinn skemmdirnar.
    Það er aldrei farið eftir þessum límmiða, sími getur verið bleytuskemmdur þó ekkert vatn hafi komist á þennan miða og hann getur verið í fullkomnu lagi þó hann sé litaður.
    Reyndir rafeindavirkjar sem hafa verið að gera við síma í mörg ár greina ekki síma út frá miða.

    Fólk verður líka að gera sér grein fyrir því hvernig verkstæði þetta er. Við vinnum eftir mjög ströngum stöðlum frá Nokia og þurfum að vera í sérstökum skóm og jakka til þess að fá að labba þangað inn, minnir frekar á rannsóknarstofu en verkstæði. Hér híma ekki rugludallar með rettuna í annari og kaffibollann í hinni yfir símunum og nenna ekki að vinna vinnuna sína.
    Nokia er eitt stærsta fyrirtæki í heimi og fremst meðal símaframleiðanda.
    Þeir senda reglulega fólk á sínum vegum til þess að taka út verkstæðið og verður það þessvegna að vera 100% öllum stundum.
    Ég vona að þetta gefi smá innsýn í það hvernig þessi mál virka, en legg áherslu á að ef að þið hafið frekari spurningar endilega hafið þá samband við þjónustumiðstöð.

    Einnig ef tæknilegar spurningar vakna þá er hægt að senda tölvupóst á nokiahjalp@nokia.is, einnig erum við með hjálparlínu Nokia S: 5885000 og þar svarar sérfræðingur í Nokia lausnum. Hversu lítið eða stórt vandamálið er þá er alltaf hægt að finna lausn.

    Góðar stundir.

    SvaraEyða
  22. Sæl Valgerður
    Ég þekki mjög vel til þessara fyrirtækja bæði Hátækni og Tækjavörur. Við Tækjavörur mun ég aldrei framar skipta við. Ástæðan er einföld. Ég fer með síma til þeirra í viðgerð sem þeir dæma rakaskemmdan. Ég þurfti að bíða í 4-5 vikur eftir að fá greininguna. Svo fór ég niður eftir eftir að hafa hringt þó nokkrum sinnum án þess að mér hafi verið svarað. Þegar komið er niður á verkstæðið er mér sagt blákalt að tæknimenn hafi hringt a.m.k ellefu sinnum í heimasímann en ekki verið svarað. Ha? Já það er skráð hér. Nú jæja segi ég menn eru þá kannski að búa til símtöl því aldrei var hringt í mig.

    En greiningin kom svo í kjölfarið. Rakaskemmdur, ekki í ábyrgð. My ass. Ég bað um sönnun fyrir greiningunni. Þá tók viðkomandi starfsmaður batteríið úr og sýndi mér límmiðann. Ég vildi nánari sönnun. Þá voru mér sýndar myndir án þess að fá nánari skýringar á þeim. Mér féllust hendur og labbaði út.

    Ég væri ekki að hrauna yfir þessi fyrirtæki ef ég hefði ekki ástæðu til þess. Ég hef átt ansi marga síma í gegnum tíðina. Þeir símar sem eru að koma inn í dag eru alltaf að verða þynnri og þynnri og endingaminni. Því annars græða fyrirtækin ekki neitt ef þau framleiða síma sem endast.

    Mín reynsla af Hátækni og Tækjavörum er því miður þannig að í hvert einasta skipti sem ég hef farið með síma þangað í viðgerð hef ég fengið greininguna rakaskemmd. Ég fór m.a með síma sem hafði verið greindur rakaskemmdur í Hátækni á annað verkstæði sem ég ætla ekki að nefna hér. Þar á bæ fundu menn engar rakaskemmdir. Það var bara smá truflun í einhverjum búnaði.

    Hvað segir þú um þetta Valgerður?

    SvaraEyða
  23. Fyrirtækið heitir ekki Tækjavörur heldur Tæknivörur.

    SvaraEyða
  24. Er þetta ekki einfaldlega spurning um að taka ábyrgð á eigin lífi, og jafnframt, eigin eigum?

    Það virðist hálf ótrúlegt hvað foreldrar eru tilbúnir að verja börnin sín, þó að öll sönnun sé á að eitthvað hafi misfarist hjá barninu.

    "Mitt barn mundi aldrei brjóta síma! Þetta er bara drasl!"

    Í stað þess að viðurkenna að slys átti sér stað, og átta sig á að barnið þarf að öllum líkindum mun minna að skammast sín fyrir smá slys, heldur en að eiga bræðisgjarnt fólk sem foreldra.

    Þar sem ég hef unnið hjá símafyrirtæki, og hef þurft að heyra svívirðingar fólks sem kennir öllum um allt nema þeim sjálfum.

    Oftar en ekki er þetta sama fólkið og kannast ekkert við þessa háu símreikninga, hvað þá að hafa notað símann - þó að útprentun á notkun sé fyrir hendi.

    Pointið er - konan keypti síma, vildi ekki borga fyrir aukaábyrgð - síminn skemmdist - venjuleg ábyrgð náði ekki yfir skemmdina - það er vandamál konunnar.

    Fyrir þá sem eru brjálaðir útí Elko, Hátækni, Tæknivörur etc... ímyndið ykkur ef símum yrði alltaf skipt út? Fólk gæti komið brjálað yfir að hafa rétt brotið símanns inn og átt rétt á nýjum.

    Hve fljótt yrði það að koma niður á verði síma? Tapið á endalausum ókeypis nýjum símum mundi fljótt koma út í stór hækkun á verði símum almennt.

    Og þá mundu þeir sömu að öllum líkindum brjálast yfir því...

    SvaraEyða
  25. Sammála síðasta ræðumanni. Viðskiptavinur hafnar aukatryggingu, og verður svo brjálaður af því að skemmdir af hans völdum eru ekki dekkaðir af ábyrgðinni... Íslendingar virðast voða gjarnan misskilja hugtakið ábyrgð og halda að vara eigi ekki að geta skemmst fyrsta 1-2 árin og eigi rétt á ókeypis viðgerð sama hvað veldur biluninni..

    SvaraEyða
  26. Rakaskemmd og hnjask er ekki ábyrgðarmál! Það virðist of oft þannig að fólk heldur að þessi lögbundna ábyrgð bjargi fólki frá öllum heimsins vandamálum. En málið er bara ekki svo happy-happy joy-joy, ábyrgðin nær bara yfir verksmiðjugalla.
    Ég er sammála mörgum hérna sem benda á það að flestir nöldrarar hérna kenna öllum heiminum um eigin misnotkun á vörunni en sér sjálfum.

    SvaraEyða