föstudagur, 28. ágúst 2009

Dýrt salt

Langaði að lata ykkur heyra af verðlagi a landsbyggðinni. Hið fræga salt MOLDON, 250 gr - segi og skrifa 250 gr. - kosta kr. 998 á vesturlandi í verslunni Virkið! 1 kg. af grófu Kötlu salti kostar 130 kr. í Bónus.
Vestlendingur

10 ummæli:

  1. Það er fáránlegt að bera saman verð á Maldon salti við verð á Kötlu salti.

    SvaraEyða
  2. já enda er salt ekki bara salt,maldon salt er mörgum klössum fyrir ofan grófa saltið!

    SvaraEyða
  3. Fyrir utan það að verið er að bera epli og appelsínu þá er verið að bera saman alveg gjörólíkar verslanir og er þetta nú bara verra dæmi en Bónus vs 10-11. Þessi verslun Virkið er á Rifi sem mjög utarlega á Snæfellsnesi og bara gjörsamlega úr alfaraleið og er örugglega sjálfstætt rekin verslun en Bónus er lágvöruverslun í stórri keðju með verslanir út um allt land.

    Ég hef aldrei séð Okurdæmi hér á síðunni skjóta jafn hátt yfir markið og þetta og hef ég þó séð nokkuð mörg sem skotið hafa ansi hátt.

    SvaraEyða
  4. Salt er ekki bara salt. MALDON salt er lúxusvara á meðan Kötlu salt er nær því að vera iðnaðarvara. Myndi þakka fyrir að þessi afskekkta verslun seldi lúxussalt ef ég byggi þarna.

    SvaraEyða
  5. Ég er sammála greinarhöfundi.

    Ég sver það, ég sá BMW til sölu á ónefndi bílasölu á FJÓRAR MILLJÓNIR! Ég sem keypti minn Suzuki Swift '92 árgerð á 25.000!

    OKUR!

    SvaraEyða
  6. hehehe allt að verða vitlaust í fjósinu !

    SvaraEyða
  7. Þetta er meira spurning um að velja réttu vöruna inn í búðina, ef menn þurfa að vera tvöfalt dýrari en "fínu" búðirnar fyrir sunnan (minnir að þetta tiltekna lúxussalt kosti undir 500 krónum í Hagkaup og Nóatúni), að vera þá ekki að taka inn svona lúxusvöru til að þurfa ekki að bjóða upp á fáránlega verðpunkta, sennilega tækju færri eftir því ef kötlusaltið væri á 250-300kall þótt það kosti undir 150 í bænum þar sem upphæðin ein og sér er ekki alveg jafn mikið út úr kortinu.

    SvaraEyða
  8. Bíddu á þá landsbyggðarfólk ekki rétt á neinum almennilegum mat? Á kannski að bjóða bara upp á forkryddað pakkakjöt sem Jónas Kristjánsson segir svo réttilega að sé óætt og bara frosin fisk ? Þetta er fáránleg krafa

    SvaraEyða
  9. Ha ha ha ha! Við seljum líka Kötlu salt og það er meira að segja undir 200 kallinum!!! :o) Eins og fram hefur komið er ekki hægt að bera saman verð á Maldon salti og Kötlu salti.
    Rekstur verslanna úti á landi er oft mun flóknari en í þéttbýlinu; ef Gunna vill að það sé til Maldon salt í búðinni þá verðum við að sjálfsögðu að gera henni kleift að versla það hjá okkur! Við reynum þó a.m.k. að gefa viðskiptavinum okkar VAL...sem er ekki auðvelt þegar um stórar verslunarkeðjur eru að ræða. Þar fara menn einungis eftir því hvort að það borgi sig fyrir ÞÁ að eiga hlutina til eða ekki.

    En allavega var mjög gaman að rekast á þetta hér! Þætti enn skemmtilegra að sjá komment um öll þau góðu verð sem við bjóðum upp á...þrátt fyrir að vera á enda veraldar og þrátt fyrir að vera ekki í samtökum að neinu tagi. :o)

    Með ljós í hjarta, Erla Lind - búðarkona á Rifi.

    SvaraEyða