laugardagur, 15. ágúst 2009

Aukakostnaður í Skjábíói

Fyrir skömmu leigði ég mynd á skjábíó. Þegar ég samþykkti leigu þá var samþykkið fyrir 550 krónur.
Ég fékk greiðsluseðil í morgun vegna myndarinnar sem leigði á skjábíó fyrir 550. En auðvita er reikningurinn´fyrir 800 krónur eins og ykkur er fullkunnugt því við kostnaður við innheimtu á 550 kr er 250 kr eða rétt um 45% af upphaflegum reikningi.
Magnað.
Maður spyr sig þeirrar einföldu spurningar hversvegna þetta er slíkur sérreikningur þegar ég greiði nú þegar á öðrum reikning aðra þjónustu símans og hvers vegna þetta bættist ekki á þann reikning í stað þess að hækka umsamið gjald um 45%?
Þannig að spurningin er af hverju fæ ég sér reikning með tilheyrandi kostnaði og af hverju þetta lagðist ekki á hinn reikninginn sem ég greiðin hvort sem er?
Ef það er viðtekinn venja að bæta 45% innheimtukostnaði á leigu á myndum þá legg ég líka til að það komi fram við leigu að kostnaður verði 550 + 250 innheimta. Það væri góður viðskiptaháttur.
Virðingarfyllst,
G. Jökull

10 ummæli:

  1. Þess má geta að um þetta mál hefur verið fjallað í neytendahorni mínu í Fbl, sjá:
    http://blogg.visir.is/drgunni/?s=skj%C3%A1b%C3%AD%C3%B3

    SvaraEyða
  2. Er ég eitthvað að misskilja eða bannaði Björgvin G fyrirverandi viðskiptaráðherra ekki í vetur sem leið með lagasetningu innheimtu seðilgjalda ?

    SvaraEyða
  3. Ekkert fyrirtæki er með seðilgjald í dag en í lögunum er ekki minnst á að þjónustugjöld

    SvaraEyða
  4. Er það ekki bara annað orð yfir sama hlutinn ?

    SvaraEyða
  5. Efast um að þú þurfir að borga þetta. Getur farið í bankann þinn og fyllt út blað sem segir að þessi færsla sé ekki undirskrifuð.

    Fyrirtækið þarf þá að sýna fram á samning þar sem þú samþykkir þennan aukakostnað.

    SvaraEyða
  6. Er þetta ekki útskriftargjald eins og er á öllum greiðsluseðlum nú til dags ?

    Væri þá ekki einfaldast að setja greiðsluseðilinn í boð eða bein greiðslur og þannig losna við gjaldið ?

    SvaraEyða
  7. Þegar hlutir eru settir í boð eða beingreiðslur þá vill nú soldið af neytendavitund manna fara með út um gluggan og t.d. verðhækkanir fara framhjá manni. Ég meina pabbi var með áskrift af Stöð 2 og síðan stóra erlanda pakkanum í á annan áratug og alltaf tekið beint af kortinu. Hann hættir snarlega þegar þeir hættu með BBC Food rásina en hefði verið búinn að því fyrir löngu hefði hann haft hugmynd um hvað þetta hefði hækkað mikið í verði í gegnum tíðina.

    SvaraEyða
  8. Við hjónin leigðum mynd í Skjábíói í fyrra (gerum það ekki aftur) og fengum einmitt sendan greiðsluseðil með 250 króna seðilgjaldi ofan á leiguverð myndarinnar.Við sendum athugasemd hingað inn á okursíðuna og Dr. Gunni tók þetta mál upp í Fréttablaðinu. Í framhaldinu - og eftir að hafa sent Símanum tölvupóst með kvörtun - þá fengum við sendan endurgreiðsluseðil frá Símanum upp á seðilsgjaldsupphæðina!! En nú eru þeir greinilega enn við sama heygarðshornið - halda kannski að þessi umfjöllun í Fr.blaðinu í fyrra sé fallin í gleymsku hjá landslýð. Það er óskiljanlegt með öllu hversvegna ekki er hægt að rukka bíómyndirnar á sama hátt og hverja aðra þjónustu - s.s. símtöl, sms o.s.frv. Ég hef allavega lært mína lexíu og mun ALDREI leigja mynd á Skjábíó aftur.

    SvaraEyða
  9. Síminn og Skjárinn eru aðskilin fyrirtæki með aðskilin rekstur og rukka þar af leiðandi í sitthvoru lagi.
    Þó móðurfélagið sé það sama er þetta ekki sama fyrirtækið.
    Með því að skrá sig í netreiking losnar maður við seðilgjald.

    SvaraEyða
  10. Einmitt engin seðilgjöld hjá Símanum eða Skjánum ef maður er skráður í netreikning, mjög flott hjá þeim. Bankarnir rukka samt aukagjöld þó eingin pappír sé sendur, bæði vegna afborgana af skuldabréfum svo og vegna reiknings- og kreditkortayfirlita, það finnst mér ekki rétt.

    SvaraEyða