sunnudagur, 26. júlí 2009

Vinnubrögð Kaupþing banka

Mig langaði til að deila með ykkur hvernig Kaupþing banki vinnur. Forsagan er sú að ég kaupi fjármálaþjónustu af fyrirtæki sem sendir Kaupþing banka upplýsingar um þá viðskiptavini sem stofna á greiðslukröfu á sem síðar mun birtast í heimabanka og pósti sem greiðsluseðill. Ekkert út á þetta að setja.
Það sem gerist er að nokrar kröfur frá fyrirtækinu misfarast í útskriftarkerfi bankans og það uppgvötast tveimur og hálfum mánuði síðar og hvað gerist þá? Jú krafan sem misfórst átti að hafa gjalddaga 5 maí en þar sem bankinn klúðraði útskriftinni hefði maður haldið að þeir byggju bara til nýja kröfu með greiðsludag sem ekki væri löngu liðinn. Nei þeir stofna kröfuna eftir 1 júlí á greiðsludag 5 maí og eindaga 14 mái með tilheyrandi vanskilakostnaði og senda mér svo áminningarbréf um að nú séu 15 daga til stefnu og ef ég greiði ekki kröfuna verði farið í hart, næst kom svo bréf um 10 daga til stefnu. Það sem mér þykir merkilegt við þetta er að þeir ætla að láta mig borga tæplega 3000 krónur fyrir þeirra eigin mistök svo kröfuhafinn tapi nú ekki á þeirra mistökum. Ég þakka kærlega fyrir að heimabankinn skyldi vera til þvi án hans gætu þeir einfaldlega sagt að krafan hafi farið í póst á réttum tíma en ég ekki séð hann. Þar sem ég veit hvenær ég greiddi reikninga síðast þá veit ég að hún kom ekki inn í kerfið fyrr en eftir 1 júlí og það staðfestir fyrirtækið sem ég versla af. Ef hugsanaháttur bankans væri í takt við það sem sagt er í kjölfar erfiðra aðstæðna fjölskyldna þá hefði engum dottið í hug að láta neytandann borga mistökin eins og reynt er í þessu tilfelli.
Kveðja, nafnleynd

3 ummæli:

  1. Hefuru prófað að tala við útibúið þitt ?
    Þeir munu mjög líklega fella niður kostnaðinn fyrir þig ef þú segir þeim frá aðstæðunum og þeir staðfesta það.

    SvaraEyða
  2. Jú takk fyrir, ég er búinn að greiða fyrirtækinu beint og það lætur fella kröfuna niður þannig að það reddast allt. Mér fannst bara ósvífnin svo mikil að ætla að reyna að smygla kostnaðum inn á neytandann þannig að eigandi kröfunar missi ekki af vanskilakostnaði og þannig þyrfti bankinn ekki að standa straum af því.

    SvaraEyða
  3. Já er sammála. Þetta er svona eins og að strauja kortið hjá þér uppá 5000kr í stað 500kr. Mátti reyna dóterí. Á ekki heima hjá ríkisbanka!

    SvaraEyða