föstudagur, 31. júlí 2009

Óánægja með Icelandair

Mig langar að koma áleiðis smá misræmi í flugfargjöldum Icelandair sem mér finnst vert að fjalla um,
Þannig er mál með vexti að vinur minn pantar sér flug heim frá Toronto til Reykjavíkur á morgun 30.07.09 á 95.180 aðra leið, (sem er reyndar fáránlegt miðaverð en það er ekki málið).
Við förum að skoða þetta betur og athuga hvort það sé ekki hægt að fara ódýrari leið og prufum að panta far báðar leiðir (þó svo hann sé að flytja heim og vanti bara flug aðra leið).
Þá komumst við að því að flugfarið heim kostar, með sömu dagsetningu og sama flugi, 49.550 eða 45.630 kr ódýrara. Og þá á hann flug aftur út frá 46.710 ef hann velur sér ódýrasta flugið sem svo rennur út þar sem hann þarf ekki á því að halda. Þá er hann með flug heim og aftur út fyrir 96.260 kr sem er nánast sama upphæð og bara fyrir flug heim.
Það sem mér finnst furðulegast við þetta er, að þeir þykjast vera að bjóða fólki flug aðra leið sem er augljóslega á verði tveggja flugfargjalda fram og tilbaka.
Með kveðju,
Einar

1 ummæli:

  1. Það hefur alltaf verið óskiljanlegt okur að fljúga aðra leiðina með Icelandair. Vinur minn er að flytja til Ástralíu eftir fáeina daga. Flýgur Isl-London-Singapore-Sydney. Miðinn frá Íslandi til London með Icelandair kostar 79900 aðra leið. Miðinn frá London til Sydney með Singapore Air (eitt besta flugfélag í heimi ár eftir ár) kostar 110þús aðra leið. Flugið frá London til Singapore tekur 12klst og frá Singapore til Sydney svona 9klst (og flýgur að auki með nýju flottu A380 tveggja hæða Airbus vélinni). Það er því ljóst að það er OKUR að rukka 79900 fyrir 2.5klst flug!

    SvaraEyða