þriðjudagur, 28. júlí 2009

Ingvar Helgason, þjónusta

Ég varð fyrir mjög undarlegri reynslu í dag. Konan mín ekur um á bíl frá Ingvari Helgasyni ( B&L ), bílinn bilar, þeir taka bílinn innan til skoðunar.
Niðurstaðan var að áætlaður viðgerðarkostnaður væri ca 150 þús, þar af varahlutir 115þús.
En um er að ræða einn hlut, mér fannst stykkið dýrt, ætlaði að athuga hvert verðið væri erlendis og bað um partanúmerið ( það er pöntunarnúmer ).
Þá var mér tilkynnt að stefna umboðsins væri að gefa ekki upp partanúmerin til að neytendur gætu ekki pantað varahluti frá öðrum byrgjum.
Er búinn að hringja í önnur bílaumboð til að kanna viðhorf þeirra, mér virðist að Ingvar Helgason sé eina umboðið með þetta viðhorf.
Ég fékk síðan númerið með því að biðja kunningja minn sem býr í Þýskalandi að hringja í umboðið þar.
Það kom í ljós að verðið á Íslandi er rúmlega 2 X dýrara en í Þýskalandi og UK.
Kv. Þórarinn

3 ummæli:

  1. Ég borgaði 20þús fyrir 1 vgorm um daginn hjá þeim... sem er eflaust 100% hærra en í EU

    SvaraEyða
  2. Sæll
    Þú átt nú ekki að láta taka þig svona í afturendann. IH ber skylda til að upplýsa þig sem neytanda um það sem er að bílnum og hvaða hlutur þetta er sem er bilaður. Þeim ber líka skylda að gefa þér upp númerið. Það er þinn réttur sem neytanda að bera saman hjá mism söluaðilum hvað viðkomandi hlutur kostar.

    Ég myndi barasta ekki tala við ih, það er nákvæmlega sama okur þar og er í Heklu.

    Talaðu frekar við varahlutaverslun eða partasölu. Mjög oft er hægt að redda málinu áður en farið er í umboðið (OFT ekki ALLTAF)

    SvaraEyða
  3. Góðan daginn.

    Varahlutur frá IH í bílinn minn átti að kosta 115þ en fékk hann gegnum Ebay á um 10þ hingað kominn NÝR.....
    Sama var að ég fékk ekki uppgefið númerið á hlutnum, en það var samt hægt að leita hann uppi.

    SvaraEyða