miðvikudagur, 12. ágúst 2009

Smá aukasmurning hjá Elko?

Hjá ELKO eru þeir nú með tilboð á PHILIPS 42" FULL HD LCD (42PFl3604D) sjónvarpi á 209.995 kr. Nokkuð gott verð eða hvað? Lítum aðeins á hvað þetta sjónvarp kostar hjá samsvarandi verslun í Svíþjóð, Elgiganten. Þar bjóða þeir sama tæki á 6.990 SEK eða um 122.000 íslenskar krónur. ELKO er því með 72% hærra verð en Elgiganten í Svíþjóð!
kv.
Eyþór

7 ummæli:

  1. Ríkið leggur fáránlega mikið á sjónvörp. Segjum að Elkó kaupi sjónvarp inn á 100 þús þá þurfa þeir að borga c. 75 þús í tolla, vörugjöd og skatta. Þannig það væri ekkert óeðlilegt að þeir seldu það svo á 220-250 þús.

    Tek það að ég er ekki að vinna hjá Elkó eða neinu sambærilegu.

    SvaraEyða
  2. Kommon! Það er ríkinu að kenna að búðir þurfa að hafa græjurnar á þessu verði! Eins og næsti á undan nefndi, tollar, vörugjöld og allur andskotinn sem þarf að leggja á sjónvarpið áður en búðin fær að ákveða verðið og kannski græða smá í leiðinni.

    SvaraEyða
  3. Þetta þykir mér ansi gott verð þegar forsendur sem fyrri ræðumenn koma með eru taldar með í reikninginn.

    SvaraEyða
  4. Samkvæmt Tollskrá
    Vörugjöld 25%
    Tollur 7.5%
    VSK 24.5%
    Og svo smotterísgjöld sem ég tel ekki með...

    122.000 * öll gjöld = 204.102 krónur

    Þá vantar flutningskostnað inn í jöfnuna og afslátt sem Elko fær eflaust úti. Flutningskostnaðurinn þarf ekki að vera hár þar sem þú kemur ansi mörgum sjónvörpum í einn gám.

    Ég held ég verði hreinlega að vera sammála fyrri álitsgjöfum og segja að þetta sé ansi gott verð miðað við opinber gjöld. :/

    SvaraEyða
  5. Og hvað? Haldið þið virkilega að Sviþjóð sé einhver skattaparadís fyrir lúxusvörur??? Það er auðvitað ekki svo. Verðið hjá Elgiganten er með öllum sænskum sköttum og gjöldum. Flutningskostnaðurinn skýrir klárlega ekki þennan mun heldur. Allt bendir til þess að Elko sé með mun meiri álagningu en Elgiganten.

    SvaraEyða
  6. Að sjálfsögðu er meiri álagning hjá ELKO.

    Elginganten selur margfalt fleiri tæki heldur en Elko (við erum að tala um MARGFALT fleiri tæki!) og því geta þeir leyft sér lægri álagningu.

    Flutningur hingað til lands er gígantískur en er sáralítill eða enginn hjá Elgiganten í Svíþjóð enda allt flutt í massavís með lestum (og stóri lager Elgiganten/elkjöp samsteypunnar í Svíþjóð).

    Mér sýnist líka þetta tæki hafa verið á spes díl. Er núna á 7.800 sænskar sem er um 150 þúsund íslenskar. Bætir flutningskostnaðnum við þá er þetta ekki svo mikill munur.

    P.S. Lúxusvörur á borð við sjónvarp er nær undantekningarlaust ALLTAF dýrara á Íslandi. Fámenn þjóð útí ballarhafi getur ekki búist við öðru!

    SvaraEyða
  7. Af heimasíðu ELKO:

    "ELKO er með viðskiptasamning við stærstu raftækjakeðju Norðurlandanna (Elkjöp).Með þátttöku í þessari raftækjakeðju er stuðlað að lægsta raftækjaverði á Íslandi. Keðjan kaupir inn í miklu magni fyrir allar sínar verslanir og dreifir því síðan á milli verslana um alla Evrópu frá einum lager (80.000 m2) og stuðlar þannig að hagkvæmum innkaupum. ELKO á Íslandi er þar engin undantekning og fær sínar vörur sendar af risalagernum í Svíþjóð á tveggja vikna fresti og er því ávallt með bestu merkin á lægsta mögulega verði. Þannig tryggjum við viðskiptavinum okkar lægsta verðið."

    Samkvæmt þessu er sami miðlægi lagerinn fyrir ELKO og Elgiganten. ELKO nýtur góðs af heildarstærðinni en er samt líklegast að leggja talsvert aukalega á mv. Elgiganten. Verðmunurinn er bara það mikill að flutningskostnaðurinn nær ekki að útskýra.

    SvaraEyða