mánudagur, 17. ágúst 2009

Okur á dömubindum í Krónunni

Ég fór í Krónuna í Seljahverfi um daginn til að kaupa mér dömubindi, þar voru Libresse Invisible Ultra Thin dömubindi, einfaldur pakki á 839 kr.(12 stk í pakka). Ég var á hraðferð og klukkan að verða 9 að kvöldi svo ég lét mig hafa þetta. Fór svo í Bónus daginn eftir og þar er tvöfaldur pakki á 698 kr. (ég kaupi ekki Always Ultra og Krónan er hætt að selja Ria dömubindin sem ég keypti alltaf, komst að því í þessari ferð).

Hvert dömubindi kostar þá 70 krónur í Krónunni en 29 krónur í Bónus.

Ég sé ekki alveg að Krónan geti verið að standa undir nafninu Lágvöruverslun með verðin svona.

Óska nafnleyndar

4 ummæli:

  1. Góðan daginn,

    Ég vil fyrir hönd Krónu verslana, biðja "óskar nafnleyndar" afsökunar á þessu verði en við hættum innkaupum á Libresse vörum í vor vegna tíðra verðhækkana frá birgja...okkur blöskraði einfaldlega innkaupsverðið sem okkur var boðið. Líklega hafa legið eftir í hillu gamlar birgðir í verslun okkar.

    Til þess að mæta óskum neytenda um ódýrari vörur hófum við sölu á First price dömubindum og sé dæmi er verð á slíkum bindum "FP þunn m/vængjum" 249,-kr 14stk í pakka.
    Einnig eigum við til Diana dömubindi sem eru óhemju vinsæl vara í 3 tegundum, á mjög hagstæðu verði eða 99,-kr 10stk í pakka.

    mbkv, Viðar Örn innkaupastjóri hjá Kaupás

    SvaraEyða
  2. megastore er líka að selja dömubindi á 289kr margar tegundir

    SvaraEyða
  3. Já ok - Ég hef notað álfabikarinn í 5 ár og aldrei keypt dömubindi eftir það, - slík er snilldin með þessu tæki.

    SvaraEyða
  4. Ég er einhvern veginn voða hikandi fyrir dömubindum sem maður þekkir ekkert og enginn mælir með. Ég nota einmitt RIA bindin því að kvensjúkdómalæknirinn minn mælti með þeim og er hálf miður mín yfir að fá þau ekki í Krónunni lengur.

    Ég t.d googlaði Diana dömubindin og fékk upp að þau geti valdið útbrotum.

    SvaraEyða