miðvikudagur, 19. ágúst 2009

Gríðarlega dýrar ljósperur í bíla hjá Heklu

Ég er með VW bifreið og þurfti að skipta um aðalljósaperu. Þess má geta að hún er í flóknari kantinum eða xenon D1S pera. Ég hringdi í Heklu og fékk þau svör að ein slík pera kostar 35.000 kr. stykkið !!!!!!!!!!!!
Ég tek það fram að hér var ekki um "orginal" VW peru að ræða.

Þar sem það var á mörkunum að það væri ódýrari að skipta um bíl þá ákvað ég að kanna á eBay. Til að gera langa sögu stutta þá fékk ég tvær perur í gegnum eBay á 9.500 kr. eða 4.750 kr. stykkið ( $ reiknaður á 126 kr. og 2.350 kr. í gjöld hér á Íslandi ). Þess má geta að ég er búinn að skipta og perurnar eru í topp standi.

Það getur ekki verið að einstaklingur á Íslandi getur pantað peru í gegnum eBay af verslun staðsettri N-Karólínufylki í Bandaríkjunum á 4.750 kr. á meðan stórt og gamalgróið fyrirtæki sem pantar þessar vörur í miklu magni, þurfi að selja peruna á 35.000 kr. til þess að hafa eitthvað uppúr því.

Kveðja
Ljósvaki

2 ummæli:

  1. þetta lýsir Heklu best=OKRARAR!

    SvaraEyða
  2. HALLÓ HVAÐ ER Í GANGI HJÁ ÞEIM.........&%#!/%$#"

    SvaraEyða