Ég fór á Gamla Vínhúsið/A-Hansen í Hafnarfirði og fékk mér bestu
steik sem ég hef smakkað lengi. Þetta var nautasteik með frönskum
kartöflum og bearnaise og kostar ekki nema 1500.- krónur. Ég mæli
hiklaust með þessu. Ég á eftir að fara aftur og fá mér svona steik,
ekki spurning.
kv,
Guðríður
Þetta hljómar eiginlega of vel til að vera satt...
SvaraEyða-Maður verður að prófa þetta!
Þetta hljómar nákvæmlega eins og auglýsing!
SvaraEyðaMaðurinn minn sagðist einmitt hafa fengið sér steik í hádeginu um daginn, ég sá fyrir mér 5000 kr reikning en svo sagði hann mér að hún hefði einungis kostar 1500 kr og hefði verið mjög góð. Ég ætla sko með honum næst!
SvaraEyðaÁ heimasíðu Gamla vínhúsins er aðeins talað um folaldahryggjasneið með frönskum og bairnessósu á 1850...það er hádegisverðarseðillinn og ég sé ekkert þar um nautasteik á 1500 kr...
SvaraEyðaJújú, þessi réttur er undir "Léttir Réttir" - var að enda við að skoða heimasíðuna.
SvaraEyðaÞetta er s.s. tilboð en nautasteikin kostaði áður 2200.- krónur.
Þetta er án vafa eitt besta tilboðið í bænum. Fín steik með tilheyrandi á 1.500 kall.
SvaraEyða