Mig langar að upplýsa um ótrúlega viðskiptahætti hjá Eldbökuni v/ Ögurhvarf.
Eldbakan hefur auglýst síðan í vetur allar pizzur á 30% afslætti. Frábært!!! Ekki spurning maður verslar þar. En þegar þetta var búið að vera í 3 mánuði var ég að velta fyrir mér afhverju pizzurnar voru bara ekki lækkaðar í staðin fyrir að auglýsa alltaf 30% afslátt.
Nei hvað skeður, í gær fór ég að kaupa mér pizzu. Ég spurði hvort afslátturinn væri enn þá, já já var svarið það er sko enn þá 30% og svo kom gjaldið þetta verða 2.300 kr. Fyrir eina pizzu. Ég hváði, ubs fyrir 2 vikum voru dýrustu pizzurnar á 2.400 kr hvað hefur skeð. Jú jú þessi pissa kostaði sem sagt 2.900 kr. Það var búið að hækka um 500 kr. Ca 20% sýnist mér og setja svo afslátt á það.
Þetta er algjört gabb, fólk flykkist þar sem er afsláttur og svo er bara hækkað og þú heldur að þú sért að kaupa hagstætt, en ekki aldeilis.
kv. Kristín
Ég mæli með Saffran í Glæsibæ. Flestar pítsurnar kosta 1090 kr þar - 12". Fékk mér humarpítsu á 1.390 kr. Er enn að hugsa um hana! Það er fáránlegt að borga yfir 1500 kall fyrir pítsu...
SvaraEyðahallærislegir þessir viðskiptahættir, gerviafsláttur endalaust!
SvaraEyðaÉg mæli með Big Papas Pizza í mjóddinni. Þeir eru með stóra pizzu með 3 áleggjum á undir 1500 krónum. Kostakaup! Engin blekking þar. Svo er líka frítt að fá ýmis krydd á pizzuna.
SvaraEyðahttp://saffran.is/index.php?option=com_content&view=article&id=47&Itemid=54
SvaraEyðaHvar sérðu 12" pizzur, hvað þá humarpizzu hjá Saffran? Ertu ekki að tala um e-n annan stað?
Saffran nota orðið baka yfir pizzur.
SvaraEyðaKíktu aftur á matseðilinn ;)
Heitar heilsubökur.