Fyrir ca. 1/2 mánuði keyptum við danskar svínalundir, sem verzlunin Krónan hafði auglýst þann daginn með 50% afsl. Þegar heim var komið fórum við yfir kassa strimilin kom þá í ljós að um ræddan afslátt vantaði, hringdi ég nú í verzl.stjóra í Krónunni þar sem umrædd vara var keypt, sagði hann að ég skyldi koma og hann myndi greiða mér til baka mismunin.
Í dag var konan mín að verzla í Krónuni Lindum, Kóp. og keypti lambalæri merkt með stórum stöfum 30% afsl. Þegar að stúlkan við kassa reyndis bara vera 10% afls. og var þá kallað á verzlstjóra til að leiðrétta þetta.
Þetta sýnir hve vel fólk þarf að fylgjast vel með. vöruverði því það er alltof oft ekki sama verð við kassa.
Kveðja,
Jóhann Hákonarson
Ég hef líka ítrekað orðið var við þetta og sent hingað inn póst sem hefur ekki verið birtur. Það er undantekning í Krónunni ef afsláttur skilar sér rétt við kassa, og ég lenti í nákvæmlega sama atriðinu með lambalærin fyrir hálfum mánuði þegar að ég keypti 3 í einu og afslátturinn sem ég var snuðaður um var um 3000 kr,- Svo áttaði ég mig á að grillbakkar voru merktir á stóru skilti á 175, en voru seldir á 195.
SvaraEyðaAlltaf að fara yfir strimilinn í Krónunni
Ég get tekið undir þetta og bendi á að af þeim verslunum sem ég versla við(Nóatún,Bónus,Krónan og 11-11) er Krónan með LANG mesta misræmið milli hillu og kassaverðs.
SvaraEyðaTakk fyrir þetta, Jóhann.
SvaraEyðaÉg verð mun meira á verðbergi í framtíðinni varðandi útsöluvörur í krónunni.
Þess vegna er gott ráð eins og Danir og Svíar gera þótt það sem margir að versla að fara yfir miðan við kassan.
SvaraEyðaSparði mér heilmikið úti í Danmörku og hér heima líka.
Ísak talar af skynsemi. Það eru svona meðvitaðir neytendur sem halda verslununum við efnið.
SvaraEyða