þriðjudagur, 26. maí 2009

Hrós hrós og aftur hrós

Mig langar að senda þér hrós til þriggja einstakra fyrirtækja:
Þessi fyrirtæki eru Beco, Langholtsvegi, Pixlar, Skeifunni og Innrammarinn á Rauðarárstíg.
Þau eiga það öll sameiginlegt að veita framúrskarandi þjónustu með bros á vör. Ég hef aldrei komið að tómum kofanum hjá þessum fyrirtækjum. Þetta er fyrirmyndarþjónusta og þau eiga svo sannarlega hrós skilið. Ég mun hiklaust beina viðskiptum mínum til þeirra um ókomna framtíð og láta orðið berast eins og ég mögulega get.
Með bestu kveðju,
Aníta

5 ummæli:

  1. Hef bara reyndar varið í Beco af þessum fyrirtækjum og ætla ég að taka undir það með þér alltaf framúrskarandi þjónusta sem maður fær þar.

    kv
    Ottó

    SvaraEyða
  2. Alveg sammála með Beco, fór þangað í desember og alveg einstaka þjónustu. Hlakka til að fara þangað aftur.

    Sigrún

    SvaraEyða
  3. Takk Aníta :)

    Ég vil endilega sjá fleiri hrós hér á síðunni :)

    SvaraEyða
  4. Ég hef bara reynslu af Pixlum, eftir að ég fór fyrst þangað hef ég ekki farið annað síðan. Þau eru yndisleg þar og gera allt fyrir viðskiptavininn. Go Pixlar.

    SvaraEyða
  5. Ekki get ég verið sammála um að Beco sé með framúrskarandi þjónustu! ég fór þangað með bilaða canon ixus myndavél en linsan var föst úti á henni og ég spurði þar afgreiðslumann hvað það kostaði að gera við hana og hanns sagði án þess að skoða hana 35.000kr og útskýrði það með því að það þyrfti að skipta um linsu og það kostaði bara þetta! ég var nú ekki ánægður með starfsmanninn þar sem ég fékk ekki hlýlegt og gott viðmót og strunsaði þaðan út. Í staðinn fyrir að versla hérna heima þá ákvað ég að senda vélina bilaða út til HONG KONG með DHL og er það nú ekki það ódýrasta og fékk ég vélina til baka reyndar mánuði seinna viðgerða betri en nýja fyrir 22000kr með öllu
    Greinilegt að þarna er verið að smyrja vel á hlutina og má það ekki teljast til góðrar þjónustu og góðs viðmóts þegar menn eru svona gráðugir

    SvaraEyða