Mig langaði að segja þér frá miður skemmtilegri ísferð minni í Snæland Video á Laugavegi.
Ég og unnusta mín kaupum þar einn bragðaref og mjólkurhristing. Förum svo aftur út í bíl og höldum áfram niður Laugarveginn. Eftir að hafa bragðað aðeins á kemur í ljós að bragðarefurinn er mjög skrýtinn á bragðið og eiginlega óætur. Við smökkum bæði og vorum sammála um að þetta væri nú eitthvað óeðlilegt og best væri að skila ísnum. Í það minnsta að láta vita.
Þegar við komum aftur upp í Snæland Video er okkur tjáð að starfsfólki er óheimilt að endurgreiða viðskiptavinum. Þau skilaboð hafi komið frá eiganda staðarins. Ég var lítið sáttur við það þar sem við höfðum ekki áhuga á að fá annan ís úr sömu vél eins og okkur var boðið.
Ég fékk því að hringja í eigandann og ræða þetta við hann enda ósáttur við að kaupa skemmda vöru og fá ekki endurgreitt. Sá (Pétur) sagðist ekki vera tilbúinn að endurgreiða bragðarefinn upp á 550kr nema fá að rannsaka gæði íssins fyrst, fá svo að hafa samband við mig aftur og endurgreiða mér ef í ljós kæmi að hann væri skemmdur. Tónn eigandans var slíkur að augljóst var að hann hafði engann áhuga á að bæta ástandið á nokkurn hátt. Eins hafði ég lítinn áhuga á að standa í einhverju meiriháttar veseni fyrir 550kr. Ég spurði hvort sú tíð að “Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér” sé liðin og hvort það væri kannski bara betra að endurgreiða fyrst og rannaka málið svo. Hann svaraði að sú tíð væri löngu liðin, hann væri með 100% gæði og að honum bæri ekkert að endurgreiða ísinn.
Ég viðurkenni fúslega að það fauk í mig enda finnst mér þetta skrýtin þjónusta.
Veit einhver hvort þetta sé löglegt, þ.e. að neita fólki um endurgreiðslu ef matvæli eru óæt?
Hvert á maður að leita ef maður fær svona afgreiðslu?
Kv.
Margeir Örn Óskarsson
sniðugur eigandi! gera vesen og fýlu í stað þess að þakka bara fyrir og endurgreiða.
SvaraEyðaSigrún
Að sjálfsögðu er þetta "viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér" löngu, löngu, LÖNGU liðin tíð! Þvílíka vitleysan að halda að slík þvæla eigi við í dag, sem hún hefði líka aldrei átt að gera!
SvaraEyðaFrekjan, dónaskapurinn og ósvífnin sem margir kúnnar halda að þeir geti komist upp með er alveg ótrúleg - vegna þess að kúnninn á alltaf að hafa rétt fyrir sér!?!
Það segir sig algjörlega sjálft að vegna þess að viðkomandi er kúnni einhversstaðar þá er hann ekki automatískt einhver dýrlingur. En þar fyrir utan, varðandi þessa færslu, þá finnst mér það alveg eðlilegt að vilja athuga gæðin á ísnum. Hinsvegar er það algjör óþarfi hjá eigandanum að vera með leiðindi - þvert á móti hefði hann átt að vera liðlegur og taka málið strax til athugunar, burtséð frá því hver hafði "rétt" fyrir sér. Svona framkoma er auðvitað bara til þess að maður forðast að versla aftur á stað eins og þessum.
leiðinlegur eigandi
SvaraEyðaen rétt það sem #2 sagði... viðskiptavinurinn hefur nánast aldrei rétt fyrir sér því miður
www.notalwaysright.com lesið þetta
Ef neytendur hafa ekki lengur neitt vald hvað erum við þá? Auðvitað eiga neytendur að hafa skilarétt á ónýtri vöru. Þarna brást eigandinn bara kolrangt við. Ég hef sjálf fengið vondan vatnsíbættan ís á Snæland en hef hunsað þann stað síðan. Hef sjálf langa reynslu af því að vinna og reka búð þannig að ég veit líka því miður um óskemmtilegu dæmin sem geta komið upp á.
SvaraEyðaÞað er nú gömul saga og ný að auðvitað hefur viðskiptavinurinn ekki alltaf rétt fyrir það gengur nátúrulega ekki upp fyrir sæmilega hugsandi fólk:) en þarna brást náttúrulega þjónustulund eigandans ílla sammála því. ég hef nú verið í þessum bransa í 20 ár og hef lent í ýmsu varðandi mis gáfulega viðskiptavini og aðfinnslur þeirra en alltaf skal reyna að leysa málið í góðu og með kurteisi að leiðaljósi:)
SvaraEyðagóðar stundir.
Vil nú koma því á framfæri að hvorki eigandanum né starfsfólki var sýnd einhver ókurteisi. En ég var ósáttur við "þjónustulund" og framkomu eigandans.
SvaraEyðaÞarna var í raun verið að þjófkenna mann. Maður sakaður um að ljúga að eigandanum og starfsfólki að ísinn væri óætur þegar varla hefur verið smakkað á honum. Það hefði nú verið allt annað hefði ísinn verið hálfnaður eða nánast búinn.
Svo liggur í augum uppi að það borgar sig seint að fara út í einhverja rannsókn fyrir 550kr. Eigandanum datt ekki einusinni í hug að biðja starfsmann að smakka á ísnum í vélinni til að kanna málið á staðnum.
Eigandanum þótti amk. ekki ástæða til að leysa málið í góðu heldur þurfti ég að sanna með 100% vissu að ísinn væri skemmdur.
En aðalmálið er hins vegar þetta:
Hvað á maður að gera ef maður fær skemmdan mat sem maður hefur greitt fyrir og manni neitað um endurgreiðslu? Hvert leitar maður?
Þú hefur engan annan valkost en að hundsa Snælandsvídeó
SvaraEyðaÉg keypti þetta ostborgaratilboð hjá þeim á 590 krónur um daginn.......
fékk drullu- og gubbupest um nóttina :(