mánudagur, 11. maí 2009

Neyðarvegabréf

Ég lenti í frekar leiðinlegri reynslu í dag (sunnudag). Sonur minn átti pantað far til Noregs á morgun og því miður uppgötvuðum við vegabréfið hans var horfið og debetkortið týnt. Þegar við ætluðum að athuga með neyðarvegabréf hjá lögregluembættinu á suðurnesjum var okkur sagt að þeir væru hættir að gefa þau út því hefði verið breytt fyrir tveimur mánuðum og vildu ekkert gera fyrir okkur sögðu að þetta væru fyrirmæli lögreglustjóra þeirra. Við reyndum að tala við lögregluna í Reykjavík en þeir bentu bara á þá í Suðurnesjum. Þetta varð til þess að sonur minn komst ekki í flugið og við þurftum að seinka fluginu um tvo daga og borga 20.000 í breytingagjald á farmiðanum.
Við kíktum á vef dóms og kirkjumála ráðuneytinu og þar er sagt að hægt sé að fá neyðarvegabréf og gefið upp símanúmer hjá lögreglunni á Suðurnesjum en það er greinilega ekkert að marka það.
Ég vildi bara benda á þetta því að það hljóta margir að lenda í þessu. Mér finnst þetta ótrúlega léleg þjónusta.
Kveðja,
Berglind

12 ummæli:

  1. Já það er dýrt og mikið vesen að athuga mað vegabréfið nokkrum dögum fyrir brottför. Þarf að gera það helst a.m.k. 2 vikum áður. Hef fengið að kynnast því.

    SvaraEyða
  2. Við þetta má svo bæta að vegna Schengen samstarfsins, þá þarf ekki vegabréf til að ferðast til Noregs.

    Tengist okrinu auðvitað ekkert, en vert að benda a fyrir aðra í sömu stöðu...

    SvaraEyða
  3. Eru allir sammála JO?

    SvaraEyða
  4. Tek undir sjónarmið þess efnis að um ótrúlega lélega þjónustu sé að ræða. Nú er tölvuöld; vegabréfa prentarinn á borðinu hjá lögreglunni og allar upplýsingar um viðkomandi umsækjanda í tölvukerfi embættisins. Hvað er eiginlega að þegar umsókarferli sem þessi festast í síðustu aldar seinagangi sem þessum? Kv. G. Geir

    SvaraEyða
  5. Það tekur alveg um 20 mín lágmark að fá neyðarvegarbréf á Keflavíkurflugvelli.

    SvaraEyða
  6. Það er alveg satt sem JO segir, við þurfum ekki vegabréf til norðurlanda og höfum ekki þurft lengi. Flestum finnst samt sem áður þægilegra að hafa það við hendina.

    SvaraEyða
  7. Ég þurfti að fá flýtiafgreiðslu á vegabréfi um daginn og þar sem ég hafði takmarkaðan tíma fyrir vinnu til þess að þvælast þarna út í Kópavog þar sem vegabréf eru afgreidd þá var ég búin að kynna mér vel opnunartíma og annað á vefnum áður en ég fór. Þegar ég kom þangað fékk ég að vita að þeir tækju ekki kort, svo ég þurfti að keyra út í Smáralind til þess að fara í hraðbanka (sá sem skrifstofukonurnar bentu á í næstu götu var bilaður).

    Ég skil ekki af hverju þeir geta ekki tekið kort eins og nánast allir aðrir sem stunda viðskipti á Íslandi og lágmark væri að birta upplýsingar um það á vefsíðunni.

    SvaraEyða
  8. Það er rétt að það þarf ekki vegabréf til að ferðast milli Schengen landa, hinsvegar þá þarftu alþjóðlegt skilríki og í dag telst vegabréf vera hið eina slíka, ökuskírteini og debetkort eru ekki alþjóðleg "lögmæt" skilríki.

    Mörg evópsk lönd gefa út einhverskonar skilríki sem teljast "lögmæt" en Ísland er ekki eitt þeirra.

    SvaraEyða
  9. Neyðarvegabréf... sannkölluð skömm.

    Ég er búsettur í Perú, Suður Ameríku, og hef verið hér tæp 9 ár, og er ekki á leiðinni til Íslands, Norður Ameríku, Evrópu eða annarra hluta heimsins utan Suður Ameríku. 11 maí var að enda komin ferð til Amazon frumskóganna, en uppgötvaði að vegabréfið mitt var týnt. Varð að fá yfirlýsingu lögreglu yfirvalda í skógar borginni Iquitos, til að geta farið til baka til höfuðborgarinnar. Hafði samband við konsúl Íslands til að fá nýtt vegabréf... en hann er ekki mikið upptekinn af því að vinna sem konsúll... og heyrði ég ekki frá honum í 2 vikur... og ekki fyrr en ég hafði haft samband við Sendiráð Íslands í Kanada, sem hefur yfir umsjón með konsúlum Íslands í Suður Ameríku, og þaðan var svo ýtt við konsúlnum hér.

    Sendiráð Íslands í Kanada tjáði mér að ég gæti ekki fengið nýtt vegabréf, nema ég mætti upp í persónu á Íslandi, í Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð, Noregi eða Þýskalandi. Vandamálið er bara það að ég er fyrir það fyrsta EKKI á leiðinni í neitt af fyrrgreindum löndum, og þó svo ég væri, þá þyrfti ég vegabréf til að geta komist ÚT úr Perú, og þar sem ég ekki hef vegabréf til að komast út... þá get ég ekki komist til að fá vegabréf...

    Dásamlegt ástand.... en það er þar að "neyðarvegabréfið" kemur inn í myndina. Konsúllinn getur gefið mér HANDSKRIFAÐ neyðarvegabréf, og samkvæmt upplýsingum á vegabref.is, þá gildir það "alltaf" fyrir heimferð, og annars á það að geta gilt EINU SINNI fyrir útferð frá því landi sem maður er í. Það er að segja: Ég get fengið neyðar "vegabréf" sem er HANDSKRIFAÐ, og ég get notað það til að fara "heim" til Íslands... en einungis ef yfirvöld hér samþykkja HANDSKRIFUÐ vegabréf... og það gera yfirvöld hér EKKI. Allavega þá fengi ég túr í fangelsi meðan þeir væru í gangi með að fá úr því skorið hvort viðkomandi pappír væri löglegur eða ekki. Með þeirri þjónustu sem konsúllinn hér veitir, get ég séð fram á allavega mánaðar fangelsi... ef ekki lengur.

    Ég bý og vinn hér í Perú, og inn á milli þarf ég að fara til nágranna landa í vinnu erindum. Til þess þarf ég vegabréf. GILT vegabréf, og ekki einhvern fjárans handskrifaðan pappír. Yfirvöld Íslands eru SKYLDUG til að veita mér þau skilríki sem aðeins yfirvöldin hafa heimild til að veita mér, en mér er ekki gefinn kostur á að fá vegabréf nema ég sé í einu af fyrrnefndum 5 löndum, eða á Íslandi....

    Réttlæti? Lög og regla?

    Ég held nú ekki.

    Þarf að lesa mannréttindalögin, og sjá hvort ég muni ekki rétt að þar sé sagt að yfirvöld séu skyldug til að veita sínum þegnum vegabréf. Mun ekki hika við að saksækja Íslenska ríkið ef ég ekki fæ nýtt vegabréf, og nei, ég hef engin not fyrir lífkenna vegabréf, því ég ferðast ekki um lönd sem hafa þann ósóma í gangi.

    Nafnlaus, vegabréfslaus, og eini fastbúandi Íslendingur í Perú.

    SvaraEyða
  10. Hef tvisvar ferðast vegabréfslaus til Danmerkur og Þýskalands. Notaði bara ökuskýrteinið.

    Perú gaur, þú ert í svakalegri stöðu. Helvítis kerfið, maður borgar himinháar fúlgur í skatta en samt þarf maður að borga fyrir allt í þessu kerfi og allt er margfalt hægara og hugmyndasnauðara en þarf að vera, mætti halda að það væri 1700-og-súrkál (allavega er hugarheimur beurocrata það mikið eftir á)!

    SvaraEyða
    Svör
    1. ... og enn er ég vegabréfslaus, enn í Perú, enn að rífast við hálfvitana (óvitana) inni á Alþingi, og fæ ekki vegabféf enn. Á sama tíma og ég ekki fæ vegabréf, fékk Jóel frá Indlandi vegabréf í hendurnar... prentað á Íslandi og sent til Íslenska sendiráðsins í Indlandi, og sendiherrann fór með það persónulega til barnsins.

      Bara ég nú væri Indverskt barn... eða Kínverji... eða stjórnmálamaður... þá þyrfti ég ekki að vera án vegabréfs.

      Hér eru hlekkir í mál Jóels í Vísi... greinilegt að það er ekki sama hvort maður heitir Jóel eða Jónsson...

      http://goo.gl/d7oQG
      http://goo.gl/6ebMk
      http://goo.gl/4bBUw
      http://goo.gl/3xZjB
      http://goo.gl/Y1QhZ
      http://goo.gl/bWlKn
      http://goo.gl/4npBz
      http://goo.gl/o3u90

      Eyða
  11. nú er ég að fara til Danmerkur og vegabréfið mitt ekki komið ég er ekki með bílpróf og hef því ekki ökuskirteini en ætli það dugi að nota debertkort því ég hef svoleiðis? ef ekki er ég í djúpum.... farið rándýrt og ég hef ekki efni á því að fresta því

    SvaraEyða