þriðjudagur, 19. maí 2009

Nærbuxna ekkiokur

Fór í Jack & Jones til þess að kaupa boxer nærbuxur á manninn minn og
stykkið kostaði 1990KR, ég hugsaði með mér að það væri svona heldur
mikið fyrir eitt stykki nærbuxur. Ég hélt leit minni áfram að hinum
einu sönnu boxer nærbuxum (það er nefnilega ekki sama hvernig þær
eru), ég rataði inn í NEXT og sá þar FIMM í pakka á 2.740KR. Þvílkar
gæða nærbuxur og ekki skemmir hvað eiginmaðurinn lúkkar vel í þeim :)
þetta er sko dæmi eum EKKI okur.



Kveðja,
Guðrún

5 ummæli:

  1. Já fínt þetta. Var það ekki Next sem eigendurnir settu á hausinn og héldu svo áfram á nýrri kennitölu þegar við, ríkisbankarnir, vorum búnir að taka á okkur skuldirnar, og þeir byrja svo aftur skuldlausir.

    SvaraEyða
  2. jújú það var akkúrat þannig, fóru í þrot og keyptu svo þrotabúið af sjálfum sér á nýrri kt og núllstilltu allt, við borgum brúsann, svo að þessar naríur kallsins voru ekkert svo ódýrar eftir allt saman :)

    SvaraEyða
  3. Jú, akkúrat, Next fékk sér nýja kennitölu, við fáum að borga upp skuldirnar þeirra þannig að þessar nærbuxur eru langt frá því að vera ódýrar.

    SvaraEyða
  4. vá við skrifuðum það sama á næstum sömu mínútunni :-)

    SvaraEyða
  5. hahaha þetta var nokk fyndið :D

    SvaraEyða