laugardagur, 30. maí 2009

Ekki er allt sem sýnist...

Síðastliðinn fimmtudag (21. maí) auglýsti Húsasmiðjan/Blómaval Tax Free af sumarplöntum. Þar sem þessar plöntur eru yfirleitt í dýrari kantinum ákvað ég að láta slag standa. Ég var ekki ein um það því verslunin á Akureyri var kjaftfull af fóki. Ég keypti þónokkuð af plöntum í garðinn minn m.a. jarðarberja plöntur og sólboða. Ég borgaði 602 kr fyrir jarðarberjaplöntuna og 682 kr fyrir sólboðann og þóttist nokkuð góð að fá þær með þessum aflsætti. En ekki er allt sem sýnist í fyrstu því 2 dögum seinna sá ég þessar sömu verslanir auglýsa jarðarberjaplöntuna á 399 kr stykkið. Ég verð að segja að það fauk verulega í mig, en ekki nóg með það því tæpri viku eftir að ég keypti plönturnar var sólboðinn líka auglýstur á lægra verði eða 599 kr stykkið. Hvað er í gangi?? Geta kaupmenn endalaust blekkt viðskiptavini sína? Ekki urðu miklar gegnisbreytingar á þessum dögum sem útskýra það hvers vegna plönturnar lækkuðu í verði, eða voru þær kannski hækkaðar í verði áður en Tax Free tilboðið var sett á?? Maður spyr sig...
Bestu kveðjur
Freydís Þorvaldsdóttir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli