miðvikudagur, 20. maí 2009

Kex og Krónan

Er hægt að lágvöruverslunar eru að hækka verð mikið á sumar vörur sem
eru ekki líklegt að lenda í verðkönnunar til að halda verð á algengar
vörur sambærilegt við Bónus?
Ég keypti eitt pakka Merba "Brownie Cookies" kex í Fjarðarkaup í sl.
viku og pakkinn kostaði 238 kr. Kærastinn minn var mjög hrifinn af
kexunum og sagði mér að kaupa meira af þeim. Fyrir tveimur dögum fór
ég í Krónuna í Mosfellsbær og ætlaði að kaupa kex pakka þarna. En
verðið í Krónunni var 398 kr/pakka! Mér brá og ákvað að kaupa ekki
kexin. Svo fór ég aftur í Fjarðarkaup í dag og þá var hægt að kaupa
Brownie Cookies á 238 kr/pakka, sem ég gerði.
Mér fannst líka að verð á First Price musli í Krónu hefur hækkað mikið
í síðasta tveimur víkum, rúmlega 20%. Ég keypti það ekki heldur.
Kveðja,
Lowana Veal

3 ummæli:

  1. það er mikill misskilningur hjá sumum neytendum að krónan sé lágvöruverslun. hún er það bara í einstaka vöruflokkum, það er að segja; þeim vöruflokkar sem kannaðir eru hjá así. beindu viðskiptum þínum til bónus eða fjarðarkaupa ef þú vilt ekki láta ræna þig.

    SvaraEyða
  2. Akkúrat. Krónan býður lágt verð á algengustu vörum en inn á milli eru hún dýrari (oookur) en Hagkaup og Nóatún, kannið það bara sjálf. Eins vil ég biðja fólk sem verslar í Krónunni virkilega að taka eftir hilluverði og athuga á kassa hvort það stemmi, ég hef margoft lent í mismun, og hann er alltaf í sömu átt, hærra á kassa! Ég fer frekar í bónus.

    SvaraEyða
  3. Passa sig verður þó á sumum vörum í t.d. Bónus, ég nefni þá aðalega kjötvörur sem er að vísu ódýrar en gæðin spila stundum inní. Vatnsfyllt og ógeðslegt er þetta stundum. Ekki hægt að treysta svona no name vöruflokkum. Alltaf hægt að treystsa á Ali og SS þó.

    SvaraEyða