Ég á Toyota Rav4 sem ég fór með í 2 ára skoðun(eða 30.000 km skoðun) mér var sagt að hún kostaði 35.000 kr fyrir utan loftsíu(að mig minnir),ég spurði hvað væri innifalið í því verði sagði Ríkharður þjónustufulltrúi Toyota mér það að bremsur væru teknar í sundur, sandblásnar ofl. En þegar ég kom að sækja bílinn var reikningurinn mun hærri en um var talað, ég borgaði en hringdi aftur í Ríkharð sem brást vel við hann sagði að hún hefði verið rukkuð um bremsuklossa skipti á fullu verði (það var verið að rífa bremsurnar í sundur hvort sem er??? ) en það sem særir mig mest er þegar hann segir að þetta umframgjald sé alltaf rukkað (um 14.000kr bara vinnan) hjá Toyota í þessum skoðunum við bremsuklossa skipti, þess vegna vil ég vara fólk við þessu. Þetta prett á við 30-60-90-120 km skoðanirnar þar sem bremsur eru liðkaðar upp innifalið í verði (hvaða máli skiptir að setja nýja klossa í stað þeirra gömlu???? ).
Ég allavega fékk endurgreitt eftir að ég talaði við þá og hvet alla að ger hið sama, þetta kallast ÞJÓFNAÐUR.
Kv Íris Brynjólfsdóttir
Mamma lenti nú í því á rúmlega 3 ára gömlum bíl(þá) fyrir eitthvað hátt í ári síðan að það var þetta 60þús km skoðun eða og svo var allur pakkinn tekinn í sundur þ.e. bremsurnar en ekki skipt um klossana sem þurfti að gera.
SvaraEyðaÉg verð að fá í þessu samhengi að benda á að umboðin eru nú nánast undantekningarlaust mun dýrari en önnur verkstæði. Ég get t.d. lagt mjög gott orð inn hjá Toppi á Skemmuvegi í Kópavog. Ég á Nissan árgerð 98 sem ég keypti af mömmu. Mamma búin að vera með Nissan í um 15 ár áður en ég fékk bílinn 2005. Toppur sinnir m.a. Subaru og Nissan og er með ótrúlega góða þjónusta,viku og í allra mesta lagi 2 vikna bið eftir að komast í þjónustuskoðun. Svo sjá þeir um að senda bílinn í aðalskoðun beint á móti og ef eitthvað er enn í ólagi að þá kippa þeir því í laginn og þú þarft aldrei að fara í endurskoðun og eyða peningi í það. Svo er yfirleitt alltaf hægt að koma við og láta þá líta á bílinn ef eitthvað er að og ef það er 10 mín verk að þá taka þeir bílinn fyrir mann strax. Svo eru þeir mjög sanngjarnir í verði.
Og það þarf ekki að fara á milli mála að mamma vill fá sér Nissan aftur
og sér mikið eftir því að keypt Toyota. Svo er nú vínarbrauðið á meðan beðið er eftir því að fólki sé smalað í bíla til þess að keyra það í vinnuna þegar hún kemur með bílinn til þeirra ekkert að slá í gegn. Það aðalega slær ryki í augunum á fólki.
Og því miður hefur maður heyrt frá öðru fólki að eftir eigendaskipti hjá Toyota fyrir nokkrum árum hafi þjónustan snar versnað.
Enn mér finnst nú frekar lélegt af þér að tala um þjófnað þegar að þú fékkst þetta endurgreitt. ég myndi nú frekar tala um góða þjónustu við þig að það hafi verið hlustað á rök þín. Bremuklossa skipti eru líka tiltölulega eðlileg aðgerð í 30þúsund kílómetrum, það eru nú meira seigja sumir sem að sitja það mikið á bremsunni í akstri að þeir eru farnir mikið fyrr. ég er nú samt samála því að Toyota hafi farið svolítið aftur eftir að nýjir eigendur tóku við. það er samt ennþá frábært starfsfólk þarna eins og greinilega þessi Ríkharður sem að tekur bara vel í rök þín um að þú hafir ekki beðið um þessi skipti og að þeir hafi nú þegar verið búnir að rífa í sundur dælurnar á bremsunum og endurgreiðir hluta af reikningnum
SvaraEyða