Mig langaði til að benda á verð á Apple tölvum á Íslandi. Ég var að skoða
þetta vegna þess að dætur mínar hafa hug á að kaupa sér slíkar vélar. Önnur
er að hugsa um fartölvu en hin um borðtölvu þannig að ég var að skoða báða
kostina.
Það sem kom mér á óvart þegar ég bar verðin saman við verð í Bandaríkjunum
og Kanada var að ég get sparað mér 50-60 þúsund á ferðavélinni með því að
kaupa vélina út úr búð í Kanada (með álagningu og sköttum) tekið hana með
mér heim og borgað af henni í Rauða hliðinu (eingöngu 24,5% virðisauki).
Sparnaður við kaup á borðvélinni er minni eða “einungis” 44.000.-
Getur þetta verið eðlilegt?
Hér er dæmi:
Macbook ferðavél:
Verð í Kanada (út úr búð) CAD 1.400 Gengi 110 (nokkuð hærra en gengið í
dag) = 154.000.-
Virðisaukaskattur 24,5%
37.730.-
Samtals
191.730.-
Verð á sömu vél í Apple búðinni Laugavegi
250.000.-
Mismunur
58.270.- 30% hærra verð.
Ég geri mér að sjálfsögðu grein fyrir því að til þess að spara sér þessa
fjárhæð þá þarf maður að fara til Kanada en mér finnst það vera aukaatriði.
Aðal-atriði málsins hlýtur að vera álagning Apple á Íslandi. Hún hlýtur að
vera bærileg.
Það er kannski búið að klifa á þessu áður en allavega sló þetta mig.
Johannes M Johannesson
Berðu frekar saman við verð í Bretlandi núna. Pundið er heldur veikt þó ekki eins og krónan og munurinn þar á milli er töluvert hagstæðari.
SvaraEyðaOftast er tollurinn nú ekkert að væla yfir fartölvum teknar inn í landið heldur nema þær séu hreinlega óopnaðar í kassa ennþá.
Svo helgarferð til London gæti borgað sig upp í sparnað á tveim vélum.
Ef þú vilt gera verðsamanburð þá gerðu samanburð á Íslandi og Danmör,Sviþjóð eða Noregi, ef verð þar er mun ódýrar þar en hér mætti segja að eitthvað gruggugt sé í gangi, óeðlilega há álagning kannski en að bera saman verð hér og í BNA eða Kanada á hvaða vöru sem er hefur ekkert uppá sig.
SvaraEyðaflest þessi stóru merki hvort sem er í tölvu,tísku,fatnað eða hvaða bransa sem er eru oftast með nokkurskonar heims skiptingu eftir markaðsvæðum, vörur í boði á BNA markaði eru ekki endilega þær sömu og t,d í Perú,Hollandi,Bretlandi og norðurlöndunum.
Vegna lítils markaðsvæðis veit ég að fyrirtæki sem eru í innfluttningi þurfa oft að fá sínar vörur í gegnum eitthvert norðurlandanna og í rauninni hafa engan valkost um annað vilji þeir versla með þetta merki og fá réttinn til að flytja það inn... verðin sem norðurlöndin og þá sérstaklega Íslandi er boðið uppá af þessum merkjum sem eru um allan heim eru nánast alltaf mun mun hærri en á stærri mörkuðum.
fynnst bara stundum að fólk mætti allveg pæla í og skilja hlutina betur áður en það fer alltaf í að öskra okur og bölvast yfir allt og öllu...
Apple á Íslandi eru einir af mestu okrurum á landinu, þið getuið sjálfum ykkur um kennt ef þið verslið þar.
SvaraEyðaÞað er rétt að flestir tölvuframleiðendur selja smásölum í Norður-Evrópu tölvurnar á dýrara verði en á láglaunasvæðum.
SvaraEyðaÞetta er auðvitað ákaflega óeðlilegt en ætti þó að bitna fyrst og fremst á smásölunum, því í mörgum tilvikum er verðmunurinn orðinn slíkur að það borgar sig að fljúga, t.d. til Bandaríkjanna, og kaupa tölvuna þar.
Þetta á t.d. við um dýrustu tölvurnar frá Lenovo (sem eru flestar með alþjóðlega ábyrgð, svo það er ekki vandamál). Munurinn á verði út úr búð hér á Íslandi og í Bandaríkjunum dugar yfirleitt fyrir flugi fram og til baka og gistingu nokkrar nætur á hóteli. Það kemur líka svipað út að fá þetta sent með pósti.