þriðjudagur, 12. maí 2009

Gott tímakaup

Mig langar að láta þig vita af "glæpastarfsemi" í bílaviðgerðum.
Maðurinn minn fór í JR húsið á Smiðjuvegi 30 til að láta skipta um kerti í bílnum. Þetta er ekki mikil aðgerð fyrir þá sem hafa réttu tækin í það og að auki var maðurinn minn búinn að kaupa kertin. Þau voru svo sem nógu dýr (rúmlega 8.000 kr, en hvað um það)
Jæja, það var laust pláss og hann komst strax að. Þetta tók viðgerðarmanninn heilar 10 mínútur. Sem sagt, enga stund gert.
Reikningurinn hins vegar hljóðaði upp á 8.760 krónur!!!
Sundurliðað sem viðgerðar-og tækjagjald.
Ef ég kann að reikna þá eru þeir með 52.560 kr. á tímann!
En þeir eru greinilega farnir að verðleggja hvert verk fyrir sig, í stað þess að vera með ákveðið tímakaup.
Þetta er miklu meira en okur, þetta er gjörsamlega siðlaust og við dauðsjáum eftir þessum peningum.
Við erum bæði iðnaðarmenn og ég get fullvissað þig um það að þetta er svona 30 x hærra tímakaup en gengur og gerist meðal "venjulegra" iðnaðarmanna :) Vá, hvað við værum á grænni grein með þessi laun !
Kveðja
Linda

3 ummæli:

  1. Þetta er út fyrir allan þjófabálk. Hvað er til ráða í svona tilvikum? - Neytendasamtök? Lögfræðingur?, Umboðsmaður neytenda,,- eða bara láta gott heita?

    Kv. G. Geir

    SvaraEyða
  2. Vil benda á Næturvaktabensínstöðina (Shell á Laugavegi). Fór inn á smurstöðina hjá þeim og bað þá að skipta um kerti. Ekkert mál og fyrir þetta rukkuðu þeir um 1300kr. ódýrara og betra gerist það varla held ég. Og þeir eru mjög almennilegir.

    SvaraEyða
  3. Flest verkstæði rukka fyrir hvern útseldan klukkutíma af vinnu, en ekki hverja mínútu, svo að það er nú sennilega ekkert óeðlilegt við þessa verðlagningu. Hins vegar má deila um hvort að klukkutíminn sé þá ekki heldur í dýrari lagi hjá þeim.

    Einnig vil ég benda á að það eru ekki allir sem rukka fyrir heilan klukkutíma ef vinnan tekur skamma stund, eins og t.d. öðlingarnir í Tölvuvirkni sem rukkuðu mig aðeins um skoðunargjald þegar það losnaði örgjörvavifta í tölvunni hjá mér.

    SvaraEyða