Ég fór með systur minni í dag að versla sér föt og er það allt gott og blessað og hana langaði í eins leggings og ég hafði keypt mér sjálf um seinustu mánaðarmót. Við höldum þá í Vero Moda / Only í kringlunni og finnum þessar leggings og svo erum við að fara á kassann þegar hún lítur á verðmiðann og spyr mig hvort að ég hafi í alvörunni borgar 5000 fyrir mínar. Ég hafði borgað 3500 krónur fyrir mínar sem voru nákvæmlega eins nema að mínar voru einni stærð stærri.
Þetta finnst mér frekar lélegt, þetta er 1500 kr hækkun á einum mánuði.
Ég þarf varla að taka það fram að við gengum út án þess að kaupa neitt þarna inni.
Erna Sigrún
Benda þér´a búðina Share þar fást æðislegar legging á 2990 þær eru frábærar háar upp en það þarf að biðja um þær þvi þær eru í skúffu bak við afgreiðsluborðið.. ekki veit ég afhverju
SvaraEyðaég fer þangað næst, það er alveg á hreinu takk fyrir þetta :)
SvaraEyðaKv Erna
Ég fékk leggings í Vero Moda á 2.490,- um daginn og alveg rosalega ánægð. Ég hef lengi verið viðskiptavinur Vero Moda og aldrei fundið fyrir neinu okri, þótt síður sé.
SvaraEyða