sunnudagur, 3. maí 2009

Frjáls verðlagning

Langaði að benda á dæmi um helst til of "frjálsa verðlagningu."
Fyrir vorið kaupir viss hluti fólks tilbúinn áburð fyrir matjurtagarða og aðra garðrækt.
Í fyrra var verð á 40 kg poka af blákorni um eða undir 4000 kr.
Nú er verðið hærra eins og búast hefði mátt við en það skýrir samt sem áður ekki verðmun á milli einstakra verslana.
BYKO selur 40 kg poka af blákorni á 6970 kr m. vsk. en Húsasmiðjan, sem er sambærileg verslun að flestu leyti selur nákvæmlega sama pokann á 9990 kr m. vsk.
Þetta kallast bara okur, því að nokkuð öruggt er að innkaupsverðið hjá þessum tveimur verslunum er svipað; mismunurinn er allavega ekki það mikill að hann útskýri mismuninn á útesöluverðinu.
Vona að þetta komist á framfæri við neytendur.
Guðmundur Magnússon

1 ummæli:

  1. það er svo leiðinlegt að heyra af svona óheiðarlegri kaupmennsku, ég ætla að vona að íslendingar fatti að fara að sniðganga svona druslukaupmenn.

    SvaraEyða