miðvikudagur, 13. maí 2009

Bleyjur en og aftur:)

Ég hef verið að spá í einu. Þar sem að ég er með tvö börn og við forledrarnir báðir í námi þá er reynt að spara eins og maður getur í bleyjukaupum og mér hefur blöskrað hækkanirnar sem að hafa orðið síðusu vikurnar hjá bónus og hvaða skýringar þeir gefa fyrir þessum hækkunum. Málið er að ég keypti hjá þeim pampers active fit bleyjur um miðjan apríl og var þá pakkin á í kringum 1700kr. Núna síðustu vikur hefur hann farið hækkandi frá hverri viku og er núna komin uppí tæpar 2300kr hvernig stendur á þessu?? Og vil ég benda fólki á að þessi sami pakki kostar ennþá 1700kr í Krónunni og einnig er hægt að kaupa JUMBO pakka af pampers þar sem að eru tæpar 90bleyjur á tæpar 3000kr en í hinum pökkunum eru mun færri bleyjur. Ég veit að það eru fleiri í þessari stöðu að vera að spara og spá mikið í þessu þannig að ég er frekar forvitin að fá að vita hvað er að valda þessum gríðar hækkunum...

10 ummæli:

  1. Pampers eru dýrar bleiur svo gott sparnaðarráð er að kaupa Euroshopper eða taubleiur.

    SvaraEyða
  2. Ég mæli hiklaust með taubleium. Þær eru miklu ódýrari og eru til í ótal gerðum svo allir geta fundið týpu við sitt hæfi. Að undanskildum einum auka þvotti á dag (eða annan hvern dag ef lagerinn er stór) er ekkert meira mál að nota þær en pappableiur. Svo eru þær auðvitað miklu umhverfisvænni líka.

    Win-win situation.

    SvaraEyða
  3. Ef fólk vil virkilega spara þá er ekki spurning um að skipta yfir í taubleyjur og hætta að menga og eyða fúlgum fjár í bréfbleyjurnar! Það er ekkert mál að nota þær, ýmsar mismunandi tegundir sem henta öllum :)

    SvaraEyða
  4. Vissulega væri gaman að fá að vita hvernig í ósköpunum hægt er að réttlæta þessar miklu hækkanir núna. Þetta var skiljanlegt fyrir nokkrum mánuðum síðan, en ekki núna!

    SvaraEyða
  5. Allar verðhækkanir í Bónus koma til af því að nú mega þeir skv. dómsútskurði ekki lengur selja vörur undir kostnaðarverði. Sem er auðvitað hið besta mál því neytandinn borgar hvort eð er brúsann á endanum, alveg eins gott að gera það alla jafna.

    SvaraEyða
  6. þvottaefni er nú ekki umhverfisvænt

    SvaraEyða
  7. Það er reyndar til umhverfisvænt þvottaefni. Svo notar maður ekki nema ca 1 teskeið af þvottaefni í hverja vél af bleyjum. Þrátt fyrir þvottaefnisnotkunina er taubleyjunotkun umhverfisvænni en bréfbleyjur!

    SvaraEyða
  8. Taubleyjur eru alveg málið, er alveg hætt að kaupa og bera heim þetta bréfadrasl, það er bara sóun á góðum gjaldeyri + að hvert bleyjubarn skilur eftir sig 2 tonn af bleyjurusli sem þarf svo að urða.
    Reyndar set ég líka þunna örk af hríspappír í bleyjurnar sem tekur stóru stykkin og má sturta niður í WC, það er samt óþarfi fyrir lítil börn sem eru ekki byrjuð að borða.
    Það er alveg jafn mikið mál að setja bleyju í ruslið eins og í þvottavélina. Svo er hægt að selja notaðar bleyjur eða nota fyrir næsta kreppukríli.
    Áhugasamir geta kíkt á http://isbambus.com

    SvaraEyða
  9. Taubleyjur eru klárlega málið!

    SvaraEyða
  10. Taubleiur eru málið, ekki spurning. Við erum með taubleiur á okkar börn síðan árið 2000; fyrst með gömlu góðu gasbleiurnar (hvítu ferhyrningar), en svo smáum saman með tilsniðnar bleiur með cover yfir. Ódýrustu gerðir kosta um 700 kr. stykkið, aðeins meira lúxus fyrir leikskólann fást frá 2600 ca.
    Góð síða til að kynna sér framboðið á íslenskum markaði og til að fræða sig um allar gerðir af bleium er:
    http://natturuleg.net/taubleiur/hvar-fast-taubleiur

    SvaraEyða