þriðjudagur, 12. maí 2009

Snuðhækkun í Hagkaupum

Fór þann 6 .maí í Hagkaup, Garðabæ,til að kaupa snuð handa dóttur minni. Mam snuð með 2 í pk. Kostaði kr.1.459.- þegar ég kom heim sá ég að ég hafði tekið ranga stærð af snuði svo daginn eftir 7. maí þá fór ég aftur í Hagkaup til að skipta í rétta stærð og var þá nákvæmlega sami pakki kominn í kr. 2.159.- sem gerir þá 700 kr. hækkun á einum degi. Ég spurði hvernig á þessu stæði og fékk þau svör að gengið væri alltaf að hækka, það gat nú ekki staðist sagði ég þar sem það hefur nú staðið heldur í stað núna lengi og róleg um 700 kr. á snuðpakka. Þá sagði hún að það hefði verið að koma ný sending og þá væri hækkunin, en það er nú skrítnara en allt, þar sem nýja verðið var límt yfir gamla verðið svo ekki var það nú ný sending. Mér finnst þetta bara dónaskapur við okkur neytendur að vera að reyna að blekkja mann svona.
Kv. Ragnheiður Þorsteinsdóttir

2 ummæli:

  1. Vægast sagt mjög undarleg verðlagning yfir höfuð. Ég er búsett í Bandaríkjunum og kaupi MAM snuð handa dóttur minni, hér fæ ég tvö snuð í pakka á um það bil 5 dollara, sem gerir 650 krónur miðað við gengið 130. 1.459 kr. er alveg fáránlegt verð fyrir þessa vöru, hvað þá 2.159 krónur!

    Álfheiður

    SvaraEyða
  2. Ef það væri nú hægt að selja sömu vöru á sitt hvoru verðinu eftir því á hvaða gengi hún var keypt inn, þá væri tilveran sennilega mikið þægilegri jafnt fyrir neytendur og verslunarmenn.. Hagkaup eru með margar búðir og því allt eins líklegt, að þótt þarna hafi eldri vara verið hækkuð í hillunni að í annarri búð þar sem meira selst af snuðum og/eða betur er haldið utan um birgðastöðuna hafi nýrri sending verið seld á gamla verðinu (eða jafnvel öfugt, þarna séu ný snuð sem hafi farið í sölu á gamla verðinu út af eldri birgðum annars staðar), því eins og þú jafnframt bendir á þá hefur gengið staðið í stað í einhvern tíma, svo hækkunin 7.maí er væntanlega ekki komin til vegna einhvers sem gerðist 6.maí.. Ætla hins vegar ekki að reyna að réttlæta verðmuninn milli Íslands og USA, en þætti gaman væri að heyra frá einhverjum með tengsl við Hagkaup eða innflytjanda snuðanna með útskýringu hvernig 809 (USA verðið + islenski okur virðisaukinn) verða að 1459, hvað þá 2159. Flutningur kostar svo sem sitt, og væntanlega kaupa íslensku aðilarnir minna magn og fá þar af leiðandi lélegri kjör, en þetta er geypilegur munur!

    Þótt verið sé að vara við leiðindum í kommentakerfinu, þá langar mig samt að setja út á það að talað sé um "700kr. hækkun á einum degi", því við vitum ekkert hvenær verðið hækkaði síðast, kannski hefur það staðið í stað síðan í fyrrasumar og því verið að velta öllu klúðrinu frá því í haust og vetur út í verðið núna, þá er þetta allt eins "700kr. hækkun á 9 mánuðum með svakalegu gengishruni í millitíðinni"

    Einar.

    SvaraEyða