föstudagur, 29. maí 2009

Vodafone og gjald fyrir rétthafabreytingu

Hér er dæmi um lélega viðskiptahætti hjá Vodafone:
Þurfti um daginn að skipta um rétthafa á ADSL tengingu sem ég er með hjá Vodafone
Fékk svo mjög óvænt reikning frá þeim upp á 3.028 fyrir rétthafabreytingunni!!!
Ég ákvað að athuga hvað það hefði kostað mig ef ég hefði bara sagt upp tengingunni og stofnað nýja á nýju nafni. Þjónustufulltrúi Vodafone sagði mér að það hefði ekki kostað neitt. Ég sagði henni þá að hefði ég vitað að þau myndu rukka mig um 3000 kall fyrir að skipta um nafn á reikningnum að þá hefði ég nú valið segja upp gömlu tengingunni og stofna nýja….þjónustufulltrúinn fór þá að tala um að þá hefði ég þurft að bíða í 7-11 daga eftir nýrri tengingu…..why???.....tengingin er til staðar. Nú ég sagði þá að ég hefði bara ekki sagt þeirri gömlu upp fyrr en hin væri farin að virka eftir 7-11 daga.
Málið endaði þannig að í þjónustufulltrúinn bauðst til að fella niður helminginn…út af því að ég hafði ekki verið látin vita um þessa gjaldtöku þegar ég skipti um rétthafa. Ég lýsti óánægju minni en það varð engu tauti við hana komið og ég enda því á að greiða 1500 kall fyrir ekkert!!!!
Skilaboðin eru:
Ekki skipta um rétthafa…betra að segja upp og stofna nýtt!!!!
Margrét

1 ummæli:

  1. ekki er alltaf gott að segja upp og stofna nýtt.
    kostar að nýstofna númer

    Tal
    Nýtt Númer (stofngjald) 3.000
    Nýtt númer gullnúmer 5.000
    Rétthafabreyting 2.900

    Síminn
    Nýtt Númer (Stofngjald) 2.990
    Rétthafabreyting 2.990

    Vodafone
    Stofngjald Heimasími (analog) 3.028
    Stofngjald Heimasími (ISDN) 6.160
    Rétthafabreyting 3.028

    þessar upplysingar eru teknar beint af heimasíðum fyrirtækjana.

    þannig það hefði jú kostaði þig það sama að segja upp og að gera breytinguna

    kv

    SvaraEyða