mánudagur, 11. maí 2009

Vitlaust verðmerktur hundamatur

Kom við í Bónus í Sunnumörk, Hveragerði. Rakst á stóran 12 kg poka með
hundamat, framleiddum hér á landi. Fyrir ofan pokana var gulur
verðmiði þar sem stóð skýrum stöfum: Hundamatur, 12 kg. poki, kr.
3598. Þegar ég var búinn að fara í gegnum kassann og borga varð mér
litið á miðann og sá að ég hafði verið rukkaður um kr. 3998, sem sagt
400 kr. meira en stóð á hillunni. Fór og kvartaði við
verslunarstjórann. Hún fór að pokunum og benti á verðmiða sem var
neðst undir hundamatspokunum, og varla sýnilegur nema maður beygði sig
og lyfti upp brún á neðsta pokanum: kr. 3989. Auk þess dettur manni
ekki í hug að leita að verðmiða á slíkum stað, sérstaklega þegar
verðmiði er greinilega fyrir ofan. Verlunarstjórinn endurgreiddi ekki
krónu og baðst ekki einu sinni afsökunar, umlaði eitthvað um að
verðhækkun hefði orðið á umræddum hundamat. Hirti ekki einu sinni um
að taka verðmiðana (þá „röngu“) niður.
Erlendur

1 ummæli:

  1. það ættu nú flestir ad vita að verðmiðarnir eru oftast undir ;)

    SvaraEyða