mánudagur, 11. maí 2009

Keiluhöllin bara svekkjandi

Við fórum með hóp í keilu í Keiluhöllina föstudaginn 6. mars og við áttum pantaðar 7 brautir og pitsur.
Það er skemmst frá því að segja að við erum mjög óánægð með þá framkomu sem við fengum frá starfsfólkinu í afgreiðslunni .
Við áttum að fá 115 mínútur og 7 brautir, fengum úthlutað þegar við komum brautum 12-18
Það gekk illa hjá starfsmanni Keiluhallarinnar að skrá inn allan þennan hóp og gátum við ekki byrjar fyrr en kl 18:20 með 5 brautir því á meðan verið var að skrá inn nöfnin þá leigði annar starfsmaður út tvær af þessum brautum og þurftum við að bíða eftir þeim. Starfsmenn lofuðu að bæta við þessari töf á þessum tveimur brautum.
Braut 15 bilaði og ekki fannst strax tæknimaður hann skrapp frá var okkur sagt og var okkur lofað viðbótartíma á þessa braut
En 19:30 slokknaði á öllum brautunum okkar og okkur var sagt að tíminn væri búinn og að næsti hópur væri að bíða eftir brautinni. Við fórum þá í pizzu og varla næg sæti og enginn fór á brautirnar fyrr en kl 20 og þá átti okkar tími að vera búin og áttum við þá að fara í pizzu þá hefði verið næg borð fyrir okkur því hópurinn sem var að borða fór á brautirnar. Ég fór inn þegar krakkarnir áttu 5 leiki eftir til að ath hvort pizzurnar yrðu ekki tilbúnar þá og þá var mér sagt að við ættum brautirnar til kl 20 og þá yrðu pizzurnar klárar. Það höfðu líka 3 hætt við en við gátum ekki afboðað þá í matinn urðum að borga fullan skammt.
Við vildum fá endurgreiðslu eða í það minnsta afslátt fyrir svona uppákomu því við vorum með 35-40 krakka sem voru þarna saman komin og átti þetta að vera hópefli og vera rosalega gaman. Við sendum þeim email þann 9. mars en fengum engin svör svo var hringt eftir ½ mánuð þá var málið í skoðun og við höfum ekki heyrt neitt frá þeim síðan. Mér finnst þetta vera svo dýr fjárfesting fyrir krakkana að ég bara varð að láta vita af þessu.
Kv Beta

5 ummæli:

  1. Það er líka bara rugl eftir að ákveðið var að hafa tímagjald á brautunum en ekki ákveðið verð fyrir hvern leik. Okur...

    SvaraEyða
  2. mjög margir hafa hætt að fara þarna eftir að þetta varð svona rosa dýrt!

    SvaraEyða
  3. ég fór í keiluhöllina með vinkonum mínum og ég held við höfum borgað eitthvað um 13000 krónur.. vorum á tveimur brautum, og brautin sem ég var á fraus aftur og aftur og aftur og tölvan fór í rugl og tók engin stig inn, þeir reyndu að laga og eitthvað og bættu alveg við mínútum en svo vorum við búnar að vera að biðja um að láta á 5 mínútna fresti, þá báðum við um endurgreitt því við vildum bara fara. Þá lét afgreiðslumaðurinn okkur fá spilapeninga upp á heilar 960 krónur! Og við sögðum nei við því og hann vildi ekkert gera fyrir okkur þangað til við neituðum að fara þangað til við höfðum talað við vaktstjórann, en þá höfðum við eytt 40 mínútum í að bíða eftir því. Það á ekki að fara í þessa okursvindlbúllu

    SvaraEyða
  4. Svo er Reykjavíkurborg að styrkja þessa búllu
    sorglegt....

    SvaraEyða