Mig langaði að koma með ábendingu með skil á vöru.
Ég keypti mér kjól peysu í Vera Moda sem er ekki frásögu færandi.
Ég notaði flíkina í tvígang í góðri trú en vitir menn hún fór að hnökra talsvert mikið. Ég tek það fram að ég þvoði flíkina ekki og notaði ekki belti á hana.
Ég auðvitað fór með flíkina í búðina í Smáralindinni þar sem ég hafði keypt hana og vildi fá eitthvað annað í staðin. Það var mjög augljóst að það var galli í efninu.
Afgreiðslukonan sagðist þurfa að bera flíkina undir saumakonuna þeirra og hún mundi meta hvort þetta væri galli eður ei.
Ég hefði auðvitað viljað fá eitthvað annað strax í staðinn en samþykkti þó að bíða eftir mati saumakonunnar þó ég yrði að gera mér aftur ferð í Smáralindina.
Hún tók því flíkina hjá mér og setti í bréfpoka og skrifaði orðrétt á hann ‘’búið að vera í honum 2x, ekki búin að þvo hann, strax byrjaður að hnökra allur, pottþétt galli í efninu, hvað á að gera’’?
Þegar ég fór svo aftur í búðina til að fá mér eitthvað annað í staðinn fékk ég það í hausinn frá verslunarstjóranum að það væri ekki víst að það væri galli í efninu þar sem engin hafði skilað svona kjól áður.
Á sama miða og afgreiðslukonan hafði skrifað upphaflega um kjólinn svaraði saumakona og þá orðrétt ‘’ Verður að sýna nótu því þetta er vafamál hvort þetta sé galli eða eftir belti sem hefur skemmt efnið. Skiptum ekki nema gegn nótu’’
Ég sagði verslunarstjóranum að ég hefði ekki notað belti á hann og þá datt henni í hug að þetta gæti kannski verið eftir peysu eða eitthvað annað sem ég hefði kannski farið í yfir kjólinn sem átti að hafa þessi áhrif á kjólinn. (Spurning hvort það megi ekki nota belti né aðrar flíkur yfir eða á fatnað frá VERA MODA?)
Til þess að geta fengið einhverja aðra vöru í staðin átti ég að koma með nótu fyrir flíkinni sem ég var auðvitað löngu búin að henda. Hún bað mig þá að redda útprentun á kaupum á kjólnum og var þá farið að fjúka ansi mikið í mig og það gerist nánast aldrei. Ég spurði hvers vegna þar sem það væri mjög greinilegt að ég hefði keypt vöruna í Vero Moda þar sem kjólinn er merktur búðinni. Þá kom hún með þau rök að ég hefði getað keypt kjólinn erlendis en hún væri samt ekki að segja að ég hefði gert það.
Ég varð enn reiðari, tók pokann og sagði henni að ég myndi fara í neytendasamtökin.
Það er ótrúlegt að komið sé fram við viðskipavini á þennan hátt. Komið var fram við mig sem sakamann en ekki sem viðskipaVIN.
Þegar við eigum Vini í viðskiptum (viðskiptavin) þá gerum við allt fyrir hann þegar það er augljóst að flíkin er gölluð, við reynum ekki að gera viðskiptavini okkar reiða.
Ég segi þremur vinkonum frá, þær segja öðrum þrem frá og svo koll af kolli. Margfeldi tapsins er mikið miðað við eina úrelda vöru sem var BARA gölluð.
Kveðja
ViðskiptaVINUR
afvherju hendiru nótunni.. nóta = ábyrgð
SvaraEyðaEf engin nóta er til staðar þá ertu bara í djúpum, nótan er sma og ábyrgð og þess vegna á að geyma allar nótur, ég vinn í verslun og skil verslunarfólkið mjög vel, ég lendi í þessu daglega að fólk komi og vilji skipta og þess háttar, og þá verður bara nótan a ðvera til staðar, punktur......
SvaraEyðaEr ekki réttur samt neytandans þegar hann er byrjaður að nota vöruna? Mér finnst ótrúlegt að menn þurfi að geyma kvittanir lengi með öndina í hálsinum og vona að varan reynist ekki gölluð.
SvaraEyðaÉg vinn einnig í verslun og það er viðtekin venja allsstaðar í heiminum að fólk þurfi að framvísa nótu, svo þetta er ekkert einsdæmi.
SvaraEyðaNeytendasamtökin munu segja þér það sama, ég hef lent í þessu sjálf.
Ég vinn í verslun, og við gerum þá kröfu að fólk sýni nótu ef það ætlar að skila innan auglýsts skilafrests. Hinsvegar ætlumst við ekki til þess að fólk sýni kvittun þegar það er að skila gallaðri vöru. Ef kaupandinn er ekki í neinum hugleiðingum um að skila og skipta vörunni, þá er ekki hægt að ætlast til þess að hann geymi allar kvittanir í einhver ár, ef eitthvað skyldi nú koma uppá. Þetta finnst okkur sjálfsögð þjónusta.
SvaraEyðaÉg veit að það er sjálfsögð krafa að vilja fá kvittun þegar það er bara verið að skila - en það á ekki að eiga við ef um galla er að ræða. Spurning hver lagalega hliðin er í þessu?