þriðjudagur, 12. maí 2009

Breyttir tímar hjá Lyfju?

Ég er ein af þessum auðtrúa aulum sem trúa á að „virt“ fyrirtæki séu ekki
að hafa almenning að ginningarfíflum.
Föstudaginn 8. maí auglýsir Lyfja á heilsíðu í Fréttablaðinu „breytta
tíma“ sem eiga að koma betur til móts við þarfir fólks.
Meðal þess var 30% afsláttur af Heilsuvítamínum.
Þar sem ég nota að staðaldri: Lið Aktín og Acidophilus plus ákvað ég að
gera mér ferð til að kaupa þessa vöru með 30% afslætti, sem ég og gerði og
greiddi fyrir tvö glös af hvoru. Samtals 7.494 krónur.
Á heimleiðinni kom ég við Fjarðarkaupi, í þeirri verslun fæst næstum allt
sem ég þarf til daglegs brúks, þar kostuðu umrædd fjögur glös frá sama
framleiðenda 6.832 krónur.

Nánari greining:
Lyfja:
Lið Aktín 1. glas 60 stykki 4.232 kr. afsláttur 1.239 krónur = 2.993 kr
Acidophilus plus 120 stykki 1.279 kr. afsáttur 384 krónur = 895 kr.

Fjarðarkaup eins glös:
Lið Aktín 2.642 krónur
Acidophilus plus 774.krónur.

Með þessa reynslu í huga vil ég vara fólk við að gana hugsunarlaust í
„opinn faðm Lyfju“. ( sjá umrædda auglýsingu). Þar virðist ætlunin ein að rýja fólk inn að skinni.

Bestu kveðjur,
Birna Kristín Lárusdóttir

3 ummæli:

  1. Jahh, ég kaupi ekki fyrir fimm aura að það séu eitthvað breyttir tímar hjá Lyfju, fór þangað um daginn að kaupa verkjalyf fyrir son minn sem voru svo 1200 kr ódýrari í Laugarnes apóteki... versla þar framvegis

    SvaraEyða
  2. Rétt eða ekki rétt í þessu tilfelli. Staðreyndin er sú að réttur neytenda á Íslandi er enginn. Ég hef búið erlendis mjög lengi, og er reyndar aftur fluttur út eftir langa dvöl á Íslandi, og á hinum Norðurlöndunum til dæmis er alltaf hægt að skila vöru innan 30 daga og fá endurgreitt. Ekki inneignarnótu eins og er á Íslandi ef búðin ákveður að vera svo góð.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus nr. 2: Það er reyndar ekki 30 dagar á ÖLLUM norðurlöndunum og þar fyrir utan eru sennilega flestar búðir á hinum Norðurlöndunum að fara endurskoða endurgreiðslur...

    SvaraEyða