Ég fór til Danmerkur í síðasta mánuði og fór uppá völl á bílunm. Ég lét
Securitas taka bílinn geyma hann og þrífa. Það kostaði 16þús. Þegar ég
kom heim hélt ég að ég fengi hreinan og fínan bíl en það var nú annað. Á
innan var bíllinn illa þrifinn og að auki vantaði tvær mottur. Á utan
var það sem var svart orðið gráflekkótt og lakkið allt í bónskellum.
Þegar ég kom heim fór ég að heiman í nokkra daga en konan var með
bílinn. En hún sagði mér að bíllinn væri hræðilega illa þrifinn. Þegar
að ég kom aftur heim hringdi ég í Securitas og kvartaði. Ég sagði að
bíllinn væri mjög illa þrifinn og sagði ég honum ástæðuna fyrir því að
ég hringdi ekki fyrr. En þvílikur dóni sem hann var hann sagði að sér
kæmi það ekkert við. Ég varð mjög óánægður og reiður, og sagðist ætla að
láta þetta fréttast. Ég var með heimavörn hjá Securita sem ég lét
fjarlægja strax og fékk nýja hjá Öriggismiðstöðinni. að lokum vil ég
vara fólk við að eiga viðskipti við Securitas
Með kveðju. H. Ólafsson
Hef líka fengið bílinn minn skítugan frá þeim bæði utan og innan
SvaraEyðaÉg ætla að versla næst við alex.is hef heyrt frábærar sögur um þá, þú skilur bílinn eftir við brottfararinngang og þeir sækja hann og geyma inni á meðan og skila svo við komuinngang
Ég hef líka lent í því að fá bílinn illa þrifinn þegar ég kom heim. Hafði samband við þá og fékk frí þrif næst þegar ég fór til útlanda - hann var mun betur þrifinn þá ;-)
SvaraEyðaég er með sömu sögu af illa þrifnum bílum og frá tveim öðrum sem ég þekki og sama saga af dónaskapnum líka. því miður
SvaraEyðaÉg hef allt aðra sögu að segja!!!
SvaraEyðaHef verslað við Securitas í nokkur á og alltaf fengið afburðar góða þjónustu og vel þrifin bíl við heimkomu.
Og þeir bjóða líku uppá að bíll sé afhentur við heimkomu.
:)
Svona til að rétt sé rétt þá skiptir Securitas við bónfyrirtæki sem ég því miður veit ekki hvað heitir. Vinur minn vinnur hjá Securitas ætlaði að reyna að fá starfsmannaaflátt sem var ekki hægt vegna fyrrnefndrar skíringar.
SvaraEyða