Ég vil vara fólk við verðmerkingum í Nettó. Ég varð vitni af því um helgina að vöruverð í hillum í Nettó á Akureyri er ekki það sama og er á kassa. Við vinkonurnar vorun að versla í Nettó á Akureyri á laugardag er það kom í ljós að 3 vörutegundir (af mörgum sem hún var að kaupa) sem vinkona mín var að kaupa voru ekki með sama verð á kassa og hillu. Tæpum 1000 krónum munaði á einni vörunni. Svo var ég í Nettó í Hverafold í morgun og var meðal annars að kaupa tannkrem sem var verðmerkt í hillu á 259 krónur en á kassa var ég rukkuð um 499 krónur.Ég neitaði að borga 499 krónur og fór með starfsmanni að tannkremshillunni. Þá kom í ljós að sama tannkrem var með 3 verð í hillu og eitt á kassa. Hæsta verð var á kassa. Fólk þarf að passa sig á þessu, þetta virðist vera ásetningur en ekki mistök.
Svo vil ég vara fólk við að stoppa í Hreðarvatnsskála. Ég ásamt 35 öðrum vorum að koma frá Akureyri seinnipartinn í gær og ferðuðumst við í rútu. Stoppað var í Hreðavatnsskála og þar átti að fara á klósett (15 börn voru í hópnum) og kaupa eitthvað að borða. Röð myndaðist strax við þessar 2 snyrtingar sem þarna voru svo ég fór og keypti mér mjög dýra kristalflösku og bað um kaffi til að taka með. Kaffi til að taka með var ekki hægt að fá. Engir pappabollar voru til. Þá fór ég í klósett röðina. Pissa fyrst ,kaupa svo ekki satt?
Nei alls ekki.Kona kom strunsandi fram hjá röðinni,illileg á svip og sagðist ekki reka ALMENNINGSKLÓSETT,skellti klósetthurðunum í lás og sagði að þeir sem kaupa ekki fyrst fara ekki á klósett hreytti konan í börnin og rak okkur út. Ég gerði það en fékk samt ekki að nota klósettið þarna. Það var snarlega hætt við að kaupa 35 hamborgara og farið í Baulu. Þar má pissa fyrst og kaupa svo.
Kveðja, Birna
ja hérna, hef bara aldrei heyrt annað eins! Ekki á Hreðavatnskálinn bjarta framtíð með svona framkomu
SvaraEyðakv, þórunn
sama segi ég,ég hef unnið á svona stöðum og aldrei neitt mál,fólk fær að nota wc þótt það kaupi ekkert,slæm auglýsing fyrir staðarskála!
SvaraEyðakv,Eggert
"...sagðist ekki reka ALMENNINGSKLÓSETT..."
SvaraEyða-fyrir hverja er þá þetta heilaga klósett ef ekki fyrir almenning? Mjög spes...
Ég veit nú um einn eigenda ónefnds söluskála sem skammaðist alveg ofboðslega út í það þegar heilu rúturnar með þjóðverjum(já hann tók skýrt fram að það væru þjóðverjar) sem kæmu inn í hópum og færu á klósettið en keypt aldrei neitt því þeir væru alltaf svo vel byrgðir af nesti. Minnir mig nú á þjóðverja sem fengu að gista hjá okkur í nokkra daga um árið og gjörsamlega hreinsuðu allt af matarborðinu og höfðu það með sér í nesti þegar út var haldið.
SvaraEyðaAf hverju er þetta slæm auglýsing fyrir Staðarskála Eggert? Hún er að tala um Hreiðavatnsskála! Spurning hvort þetta sé auglýsing fyrir slæma greiningu á lesblindu?
SvaraEyðaþað er ólöglegt að merkja einu verði og selja á öðru. verslunin verður að selja þér á uppsettu verði. þetta má sjá í reglum á heimasíðu neytendastofu.
SvaraEyða;) frábært, næst pissar liðið vonandi fyrir utan
SvaraEyðahaha, agaleg kelling þarna í hreðavatnsskála. ég passa mig að pissa fyrir utan þegar ég á leið hjá.
SvaraEyðaég vinn í nettó og þegar það gerist að svona verð munur er þá seljum við bara á lægraverðinu og lögum verðmerkinguna
SvaraEyðaHalló elsku landar
SvaraEyðaVið erum líkleg til að taka við skálanum frá og með 01.01.2013. Að gefnu tilefni leituðum við á google til að finna einmitt svona púnkta. Þegar hefur verið teiknað stærra salerni og við lofum einnig að urra ekki á neinn ef það var þá virkilega málið. Ef það er eitthvað meira sem þið viljið að við gerum fyrir staðinn endilega smellið línu á info@1933.is (síðann er þegar í vinnslu).
Takk fyrir og við hlökkum til að hitta ykkur eftir opnun sem verður rúmlega fyrir páska 2013.