mánudagur, 11. maí 2009

Dýrin dýr í Hagkaupum

Mig langaði bara að benda á svolítið sem ég rak augun í um daginn. Ég var stödd í Hagkaup þar sem ég sá að dvd diskur með uppfærslu Þjóðleikhússins frá 2004 á Dýrunum í Hálsaskógi var til sölu á tvöþúsund og eitthvað krónur. Fyrir 2 mánuðum keypti ég hinsvegar þennan nákvæmlega sama disk á 1000 krónur í afgreiðslunni í Þjóðleikhúsinu. Finnst þetta frekar mikill munur.
kv,
Þorbjörg

1 ummæli:

  1. ég keypti þennan DVD disk á 499 kr í Hagkaup fyrir jólin.

    SvaraEyða