miðvikudagur, 20. maí 2009

Leyndarhjúpur yfir verði á herraklippingu

Ég pantaði tíma eftir hádegi í dag hjá rakarastofunni Laugavegi 178.
Svo hringdi ég aftur og spurði: "Hvað kostar herraklipping?"
"Það fer nú eftir ýmsu" var svarið.
"Ég meina bara venjulega herraklippingu, snyrta" sagði ég.
"Það er svo breytilegt."
"Eruð þið ekki með neina verðskrá?"
"Ég má ekki vera að því að ræða einhverja verðskrár greinargerð við þig í símann,
vertu blessaður!"
Maður inn á rakarastofunni skellti á mig!
Ég tek fram að þetta er stofan sem ég var vanur að fara á. Ekki lengur.
Ég skora á lesandann að hringja og spyrja hvað herraklipping kostar.
Kveðja, Kári Harðarson


PS: Ég gúglaði þessa stofu og fékk þessa síðu:
http://www.malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t93987.html

2 ummæli:

  1. Mæli með því að labbað sé yfir í húsið við hliðina á, Laugaveg 176, á hárgreiðslustofuna Solid, og herraklipping tekin þar.

    Ætti að kosta 3500 kr.

    SvaraEyða