Vildi láta vita af ótrúlegu okri hjá Húsasmiðjunni, sennilega ekki í fyrsta skiptið versla frekar mikið þar :)
Þannig vildi til að ég þurfti 6 skrúfur mjög hefðbundna ASSA hurðalæsingar. Fór í Húsasmiðjuna og þegar ég athugaði verðið þá stóð að fyrir 2 skrúfur, sem n.b. ég þurfti að stytta sjálfur kostuðu 1295 kr. Mér þótti þetta afskaplega mikið okur og sennilega kostuðu umbúðirnar (þær voru innpakkaðar í hörðu plasti) sennilega meira en skrúfunar sjálfar.
Jæja nóg um það, gat ekki hugsað mér að borga 3885 kr. fyrir 6 skrúfur og keyrði í ASSA umboðið. Þar gat ég fengið réttar skrúfur í hurðalæsingarnar, allar 6,
fyrir 200 krónur en þá reyndar án pakkninga !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Vildi bara benda fólki á þetta að kannski sé bara betra að tékka á verðinu hjá umboðsaðilanum sjálfum áður en farið er til milliliða eins og húsasmiðjunnar
kv. iðnaðarmaður
Ég bendi á Brynju á Laugarvegi - þar er frábær þjónusta, þeir stytta skrúfurnar fyrir mann að kostnaðarlausu.
SvaraEyðaum að gera að versla við litla kaupmanninn í stað okurrisanna sem eru búnir að eyðileggja verslun á klakanum
Þetta þykir mér svakalegt að rukka tæplega 1300 kr. fyrir tvær skrúfur! Takk fyrir góð ráð.
SvaraEyða