mánudagur, 11. maí 2009

Okur vanskilagjalda

Mér ofbauð nú þegar ég var að borga vodafone gull reikninginn minn núna áðan, það vill nú svo til að ég er án vinnu og fæ því atvinnuleysisbætur. Og þær voru greiddar út í morgun. Ég greiðandi fer inn á heimabankan minn að borga reikninginn. Reikningurinn er upp á ca 11.600,krónur, en nú þegar ég borgaði hann í dag var hann búin að hækka um 590 krónur í vanskil og 68 í dráttavexti samtals í 12.272, kr ,af því að gjaldaginn var 2.05.09. Hvernig er þetta hægt þegar gjaldaginn kemur upp á helgi og ekki einu sinni búið að borga út atvinnuleysisbæturnar. Ég átti því miður ekki fyrir þessu hér á laugardaginn hefði ég vilja borga hann þá. Svo er verið að tala um að hjálpa okkur fólkinu sem er í vanda.
Dagný

4 ummæli:

  1. Já vodafone ákvað að herma eftir Símanum enn eina ferðina. Þeir tóku þetta upp fyrir nokkrum mánuðum síðan og hafa líklega hagnast vel á fólkinu sem fer ekki inn bara á nóinu og launin koma inn. Nú eða þeim sem hafa ekki fengið launin fyrir annan hvers mánaðar eins og þú.

    SvaraEyða
  2. Lélegt innræti að gera út á vandræði fólks með að fá laun sín greidd á réttum tíma.

    Auðvitað ættu öll laun og bætur að greiðast inn á reikninga síðasta virka dag hvers mánaðar og þar ættu opinberir aðilar að sýna gott fordæmi. Kv. G. Geir

    SvaraEyða
  3. Bæði Síminn og VOdafone eru búin að draga þetta í land.
    Því að 2. var á laugardegi þá ætla þeir að endurgreiða

    SvaraEyða
  4. Heba Gísladóttir15. maí 2009 kl. 14:16

    Þetta eru samskipti milli mín og þjónustufulltrúa hjá Vodafone í febrúar 2009.
    Svolítið skondið!! En þar sem ég fæ launin mín greidd fyrsta virka dag mánaðar lenti ég í þessum aðstæðum aftur í byrjun maí! Ég talaði við þjónustufulltrúa aftur vegna þess að ENN er ég látin greiða vanskil, kr.1.855 samtals, og hverju svaraði fulltrúinn, jú, þetta er gjald sem bankinn innheimtir fyrir Vodafone v/ítrekunar!! EKKI VANSKILAGJALD!!! Síminn (bý á Suðurlandi og er með heimasímalínu hjá þeim) rukkaði kr.17 í dráttarvexti. Ég þarf varla að taka það fram að hér með lýkur viðskiptum mínum við Vodafone!!

    Góðan dag,

    af óviðráðanlegum orsökum fékk ég ekki greidd laun fyrr en 4.feb. en greiddi reikningana mína þann dag gegnum heimabankann, og þ.á.m. dráttarvexti. Þar sem ég bý á Stokkseyri greiði ég hluta símareiknings til Símans. Nú langar mig að sýna ykkur smá dæmi:


    Síminn kr.1694- dráttarvextir kr.16

    Vodafone kr.2799- dráttarvextir kr.464

    Vodafone kr.2002- dráttarvextir kr.460

    !!!! Þetta finnst mér rosalegir dráttarvextir sem Vodafone rukkar!!! Hver er skýringin á því að þið eruð með þessa okur vexti!!!?????? Við erum að tala um dráttarvexti fyrir einn dag, er það ekki??? Er eindagi ekki þann þriðja hvers mánaðar??

    Ég óska eftir skýringu á þessum okurvöxtum sem fyrst.

    Sæl

    Inní þessari upphæð hjá okkur er vanskilagjald sem er 450 krónur. Dráttarvextir í sjálfu sér eru því aðeins 14 og 10 krónur.

    Sæl
    Frá og með næstu mánaðarmótum erum við samt hætt að rukka vanskilagjald.

    Með kveðju
    Sigurhjörtur

    Sæll Sigurhjörtur,
    Gott að heyra að þið ætlið að hætta að rukka vanskilagjald, en það breytir því ekki að þetta "vanskilagjald" sem ég þurfti að greiða er okur. Annars er ég að öðru leiti ánægð með þjónustuna hjá ykkur :)


    Kveðja,
    Heba

    SvaraEyða