Langaði að segja frá vanskilakostnaði hjá Byr, þar er ég með skuldabréf sem ég þurfti að bíða með að greiða í tæpa tvo mánuði og það fór svona þegar ég greiddi tvo gjalddaga 30.apr. Gjalddaga 01/03 og 01/04 :
Gjalddagi 01/03, greitt 30/04
Afborgun 23.174
Annar kostnaður 3.500
Vanskilakostnaður 4.200
Vanskilagjald 4.358
Dráttarvextir 911
Samtals 36.143
Gjalddagi 01/04, greitt 30/04
Afborgun 22.986
Annar kostnaður 0
Vanskilakostnaður 4.200
Vanskilagjald 0
Dráttarvextir 435
Samtals 27.621
Þannig fyrir það að þurfa að geyma einn gjalddaga í tæpa tvo mánuði og annann í tæpan mánuð greiddi ég í kostnað og dráttarvexti til Byr 17.604 kr, og geri aðrir betur. En ég með lán í Glitni og fyrir sama tímabil greiddi ég 3.165 í kostnað og dráttarvexti, afborgun af því láni er þó um 15.000 kr á mánuði. Hefði munað mig nokkru ef Byr væri með sömu innheimtuaðferðir og Glitnir.
Óskar nafnleyndar
Og hefði munaði þig ENN meiru ef þú hefðir ekkert skuldað!!!!!!!
SvaraEyðaþað eru ekki allir það vel stæðir að vera skuldlausir
SvaraEyðaSkil það vel en fyrir mér og ég vona að það sé tilfellið á einstaklingur ekki að þurfa að taka lán fyrir neinu nema húsnæði og punktur.
SvaraEyða