Langaði að deila með þér og öðrum smá sögu. Frændi minn fór í Intersport Lindum að kaupa sér línuskauta þeir kostuðu 29900 fyrir viku síðan. Hann reyndi að prútta en það var ekki möguleiki þar sem að þeir áttu að vera á gamla genginu, (mikið notaður frasi þessa dagana) og því engin smuga að gefa afslátt á þeim. Hann borgaði því uppsett verð og fór út að renna sér. Í gær var ég svo stödd í Útilíf Holtagörðum og sá þar sömu skauta á kr 18900 og ekkert tilboð í gangi. Ég trúði ekki mínum eigin augum og hringdi því í frænda minn og fékk staðfest að um sömu skautana væri að ræða. Hringdi þá frændi minn í Intersport Lindum og sagði þeim söguna og þar sem að þeir eru með verðvernd þá vildi hann fá greiddan mismuninn. Þeir ætluðu nú að reyna að komast undan þessu en ég fékk kvittun frá Útilíf um verðið og fórum við upp í Intersport, eftir mikið þras og vesen, því þeir reyndu allt til að komast undan að borga þá létu þeir hann hafa mismuninn heilar 11000 kr. Við erum ekki að tala um smáaura hér. Ég vona nú að útilíf hækki ekki vöruna hjá sér því nóg er nú að borga 18900 kr fyrir línuskauta. Þegar ég var inni í Intersport að bíða eftir svörum í gær þá sá ég par vera að máta þar línuskauta og ég var snögg að vinda mér upp að þeim og segja þeim frá því að þeir væru 11000 kr ódýrari í Útilíf Holtagörðum, og þau þökkuðum mér kærlega fyrir því að þau ætluðu að kaupa tvö pör sem sagt sparaði þeim 22000 kr.
Annað vil ég benda á að varðandi gengishækkunina þá virðist það vera raunin að þessar stóru búðir hækka allar vörur hjá sér í búðinni óháð því hvort að þær hafi verið keyptar inn á nýju gengi eða gömlu og segja svo að þetta hafi verið að koma í búðina, mjög ótrúverðugt. En það er ein búð í hafnarfirði sem heiti Músik og Sport þar eru vörurnar ekki hækkaðar upp því að í hillunum má sá sömu skóna á mismunandi verði og til dæmis þá eru til Adidas strigaskór þar á krakka og eru þeir á verðinu 5990 til 9990 eftir því hvenær versluninn keypti inn skóna. Þeir verðmerkja vöruna með merkibyssu og það verð stendur, engar stikamerkingar sem eru hækkaða í tölvunni. Ég var í þessari búð líka í gær og starfsmaðurinn lagði sig fram við að finna fyrir mig lægsta verðið sem hann fann, þetta er þjónusta sem á að þakka fyrir. Heiðarlegt fólk á ferð þar.
Mig langaði bara að deila þessum sögum með þér og öðrum og vara aðra við þessum óverðskulduðu hækkunum hér á þessu skeri. Mér líður svo vel að gera góðverk, kemur skapinu í lag.
Kv,
Anna María
Engin ummæli:
Skrifa ummæli