Af því að okkur fjölskyldunni langar til að fara erlendis á næsta ári þá erum við að sjálfsögðu byrjuð að skipuleggja okkur. Til þess fór ég inn á nokkrar heimasíður og setti inn skilyrði sem áttu við okkur og komst að því mér til mikillar hrellingar að vegna þess að sonur okkar er nýskriðinn yfir 12 ára aldurinn að við þurfum að borga 3 fullorðinsgjöld ásamt ungabarnsgjaldi. Við athugum heimasíðu Úrvals útsýnar og völdum okkur all inclusive til að spara okkur matarkostnað vegna hugsanlegs óhagstæðs gengis og fengum uppgefið verð upp á 824.120 kr (225 þús á farþega en þó ódýrara fyrir ungabarnið sem þá verður með í för). Ef drengurinn er á bilinu 2-11 ára þá myndi sama ferð á þessu hóteli kosta 619.880 krónur. Ferðin var sett upp miðað við að við myndum ferðast til Tyrklands.
Þess ber að geta að þetta var dýrasta dæmið en engu að síður þá fór ég mér til gamans að fletta upp á ferðum í nágrannaríkjum okkar og þrátt fyrir óhagstætt gengi og kostnað vegna flugs milli landa þá gæti það borgað sig fyrir okkur að fljúga frá t.d. Englandi vegna þess að þar er minna rukkað fyrir unglinginn okkar. Sambærileg ferð á 4 stjörnu hóteli með all inclusive myndi kosta okkur 2250 pund með fleetwaytravel.com svo dæmi sé tekið. Þar er unglingurinn okkar flokkaður sem barn enda fáránlegt að viðkomandi flokkist sem fullorðinn einstaklingur. Þess má geta að Icelandair og Iceland express flokka 12 ára og eldri sem fullorðna en alvöru lággjaldaflugfélag eins og Easyjet flugfélagið flokkar m.a.s. 13 ára og yngri sem börn.
Soffía
Einhversstaðar þurfa mörkin að vera!!!!!!!!!!!!!
SvaraEyðaÞessi athugasemd hér að ofan við færsluna er náttúrulega einstaklega gáfuleg :P
SvaraEyðaEndilega fletta upp í lögum , hvenær einstaklingur telst fullorðinn....!
SvaraEyðaÉg stend í þeirri meiningu að það sé 18 ára
Ef bókað er í gegnum síður Icelandair og Icelandexpress í dk t.d þá er 12 ára barn!
SvaraEyðaÉg skrifaði upphaflega færsluna og vildi einungis benda fleirum á að svona værum við Íslendingar að borga mun meira fyrir ferðir unglinganna okkar heldur en nágrannaþjóðirnar. Þegar ég bað eftir röksemdafærslu fyrir meira en 200 þúsund króna mun á því að barn sé 12 ára eða 11 ára þá fékkst þetta svar: Hér á Íslandi hefur alltaf verið miðað við 12 ára aldur. Þá fullyrðingu stórefast ég enda er hún líka rökleysa í sjálfu sér. Mín ósk er sú að neytendur séu grimmari og óvægnari þegar þeir leitast eftir tilboðum og í þessu tilviki erum við að tala um mjög háa upphæð sem mér finnst alveg þess virði að vera gagnrýninn á þó utanlandsferðir séu vissulega lúxusvara í dag.
SvaraEyðaKv,
Soffía
Það mættu alveg vera til unglingafargjöld fyrir 12-17 ára, sem væru þá eitthvað hærri en barnafargjöld (sem mér skilst reyndar að séu nú ekkert svo ódýr lengur) en ekki eins há og fullorðinsfargjöld.
SvaraEyðaGréta.