laugardagur, 30. maí 2009

Eldspítnaverð eftir hrun

Langar til að benda á ótrúlega verðhækkun á eldspítustokkum. Útgjöld meðalfjölskyldunnar eru kannski ekkert ofsafengin þegar kemur að eldspítnainnkaupum en þetta er dæmi um ofsahækkun á smávöru. Í 10-11 kostar einn elspítnastokkur núna heilar 69 krónur. Á bensinstöðvum er stokkurinn kominn uppí 35 krónur (fór reyndar á bensínstöð um daginn og bensínafgreiðslumanninum blöskraði svo þegar hann skannaði inn stokkinn og sá upphæðina sem birtist á skjánum að hann seldi mér hann á gamla 15 kalinn. Það var verðið fyrir hrun. Við erum að tala um 460 % hækkun hjá 10-11. Gengið hefur nú ekki hrunið svona svakalega. Það verður líka gaman að sjá, ef einhverntíman réttist úr kúttnum á krónunni, hvað stokkurinn kemur til með kosta þá. Það er grunur minn og trú að fullt af verðhækkunum muni aldrei ganga til baka. En það er kannski önnur saga, seinni tíma umræðuefni og áhyggjuefni.
Kveðja,
Finnur Arnar

1 ummæli:

  1. Eldspítustokkurinn eru núna kominn niður í 49kr. í 10-11.

    SvaraEyða