Ég hef aldrei áður skrifað þér eða nokkrum öðrum miðli svona bréf, allt er einu sinni fyrst, en núna get ég ekki orða bundist og hreinlega varð að skrifa þér, ég varð bæði öskureiður og illa sár núna áðan.
Málið er að við hjónin vorum að versla í Garðheimum í gær og keyptum meðal annars svamp hnjámottu, vörumerki Flora Teck, konan mín sagði mér núna áðan að hún hefði verið hikandi að kaupa hana en gerði það samt, en jæja hún kostaði kr 1640.
Núna áðan vorum við svo að versla í Bónus og sá ég þar nákvæmlega sömu mottur frá Flora Teck, en þar kosta þær kr 398.
Þarna eru nokkur hundruð prósenta munur og þegar ég sá þetta verð í Bónus varð ég bara ösku illur yfir því að kaupmenn vogi sér að taka neytendur svona gjörsamlega í rassgatið og get ekki ímyndað mér hvað réttlætir svona okur hjá þessu fyrirtæki.
Mér finst eins og ég hafi verið hafður að fífli með því að kaupa þetta á þessu verði og eðlilega verður maður reiður þegar maður kemst að því að maður hafi verið hafður að fífli.
Smári Jónsson
skilaðu þá bara mottunni;) einfalt..
SvaraEyða