sunnudagur, 3. maí 2009

Ódýrari portrait

Sá frétt í Fréttablaðinu um daginn þar sem boðið var upp á portrait olíu málaðar myndir frá Kína á um 70 þúsund krónur. Þetta eru myndir sem hægt er að panta beint að utan á 55 dollara (7000kr) í sömu gæðum.

Hef pantað td á http://www.painting-store.com/price.asp þar sem eru stórkostlegir listamenn að verki.

Kv. Raggi

1 ummæli:

  1. Verðið hjá portret.is á málverkinu sem þú miðaðir við (30 x 40 cm
    )er 21.000 krónur. EKKI 70.000 krónur.

    Það er verð með öllum kostnaði þ.e. flutningi og gjöldum auk þess sem ég legg töluverða vinnu í hvert málverk t.d. við að að setja upp mismunandi hugmyndir að bakgrunni fyrir fólk að velja um og ýmist annað.

    Ég veit ekki hversu áreiðanlegur þessi aðili er sem þú nefnir en ég er að borga mun hærri verð, nálægt því tvöfalt hærra, fyrir málverkin sjálfur en þarna koma fram. Mig grunar að þegar reynir á það að panta þá komi fram önnur verð eða kostnaður sem ekki er gefin upp á listanum.

    Þú getur reyndar farið á netið og fundið hvaða vöru sem er ódýrari en hér, t.d. þá kosta mörg af leikföngunum sem eru seld í Hagkaup 1-2 dollara í Kína þegar þau eru seld á 4-5000 krónur í Hagkaup. Það finnst mér okur.

    Í tilviki portret.is þá er ég ekki að panta bara beint frá Kína og selja á hærra verði heldur legg ég mikla vinnu í það að hvert og eitt málverk verði eins gott og frekast er unnt.

    Bestu kveðjur,

    Gylfi Þór Markússon
    Eigandi portret.is

    SvaraEyða