Við fjölskyldan kaupum stundum rúsínur til að hafa út á „All branið“ og AB mjólkina. Okkur fannst verðið á rúsínunum svolítið ruglingslegt og fórum því í að skoða hvernig það hefur þróast undanfarið og niðurstaðan er hér fyrir neðan, það skal tekið fram að við höldum upp á alla strimla vegna matarinnkaupa og öll okkar matarinnkaup eru gerð í Krónunni í Mosfellsbæ.
Um er að ræða Champion rúsínur í dós, 500grömm í dósinni.
· 01.Nóvember 2008 189.oo
· 10. nóvember 2008 319.oo
· 21. desember 2008 349.oo
· 15. janúar 2009 229.oo
· 23. maí 2009 349.oo
Þetta er svolítið furðuleg verðlagning, stekkur upp og niður um tugi prósenta og held ég að svona sé með fleiri vörur en það kemur í ljós síðar.
Kveðja, Logi
Hef séð snakkpoka, saltflögum með mexíkana utaná, rokka frá 99kr pokinn í 499kr pokinn í Krónunni.
SvaraEyðaMöguleiki að rúsínurnar hafi verið á tilboði í janúar? Þá er voða lítið óeðlilegt við þetta.
SvaraEyða