Síðast liðin sunnudag fór ég í Office 1 á Krepputorgi (korpu) tilgangurinn var að fjárfesta í landakorti sem reyndist ekki vera til. í stað þess ákvað ég að kaupa pakka með 10 blýöntum á 287 kr. Þegar ég var hálfnuð um búðinna blast við mér tilboð á Superman skólavörum með 75% afslætti sem reiknast átti við kassann. Þar sem elsti sonur minn er að fara að ganga menntaveginn næsta haust ákvað ég að vera hagsýn og notfæra mér þetta kostaboð og keypti möppu á 750 krónur, pennaveski á 750 krónur og fjóra blýanta á 300 krónur, samtals 1800 krónur afslátturinn samkvæmt þessu átti síðan að reiknast á kassanum og samkvæmt mínum reiknikúnstum átti afslátturinn þá að hljóða upp á 1350 krónur. og taldi ég mig vera stálheppna og jafnframt frábær mamma að kaupa svona flott dót. Þegar á kassann kom þá var ekki hægt að stimpla inn blýantskassann sem átti að kosta 287 kr. Leitað var í tölvunni og afgreiðslumaðurinn komst að þeirri niðurstöðu að ég ætti að borga 113 kr. pr. blýant. Ég afþakkaði blýantanna og var síðan látinn borga 1800 kr. fyrir Superman gósið. Þegar þarna var komið var ég farinn að efast að þetta hefði verið rétt lesið hjá mér og ég borgaði og tók annann hring inn í búðinna og fyrir ofan gósið stóð "Brjálað verð, 75% afsláttur reiknast af við kassa" Ég talaði við afgreiðslumanninn sem samþykkti þennan afslátt og taldi það vera sök afgreiðslukassans og þennan afslátt þyrfti að reikna handvirkt. Báðir afgreiðslumennirnir rifu upp gemsana sína og reiknuðu og reiknuðu og þeirra niðurstaða var sú að ég fengi endurgreiddar 562 kr. Ég var ekki formi til þess að halda þessu áfram og fannst ég eiga erfitt með að skila dótinu þar sem hin 6 ára var með mér og var ánægður með fína skóladótið sitt.
Með þessu vil ég benda neytendum að vera vel vakandi hvað varan kosta og passa upp þegar reikna á afslátt við kassa að hann komi.
Bestu kveðjur úr Reykhólasveitinni
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir
Halló.... hvurslags neytendur eru það sem að gera ekki neitt þegar að það er verið að taka þá ósmurt, seigja ekki neitt við því á meðan enn fara síðan að væla á okursíðuni. hefði ekki verið fínt að kenna þeim 6ára smá reikning í leiðinni og útskýra fyrir þessum skoffínum að 75% af 1800 er ekki 562kr. Ekki viltu að barnið þitt verði miður gáfaður starfsmaður hjá office one, vegna þess að það kann ekki að reikna. hvað þá að leyfa þeim að ætla að rukka 1130kr fyrir 10 blýhanta þegar að þú seigir þá merkta 287kr. Og vera inni í ritfanga verslunn og nota gemsana til að reikna... hvað er það?
SvaraEyðaÉg segi það sama, það er ekki furða að þjónustan sé svona í dag þegar fólk segir eitthvað í einhverju hálfkáki !
SvaraEyðaSvo er það náttúrlega skömm að afgr.fólk í dag kunni ekki einfaldan prósentureikning.
Þessi dónalegu komment eiga örugglega eftir að hrekja fólk frá því að segja sögur sínar á okursíðunni !
SvaraEyðasammála. Manni langar ekkert að skrifa hér þegar fólk kallar mann heilalausa og lélega neytendur
SvaraEyðaVá hvað sumir eru hræddir við sannleikan!!!!!!!!!! Þetta mál hefði nú varla þurft að rata hingað ef að viðkomandi NEYTANDI hefði nú staðið í lappirnar en ekki kiknað eins og smjör.
SvaraEyða