Hér er sönn saga af nýlegri reynslu okkar.
Við hjónin fórum í apríl í Hagkaup Spönginni í þeim tilgangi að kaupa Latabæjar-línuskauta sem afmælisgjöf handa dóttur okkar. Þar voru á boðstólum bæði bláir skautar merktir með Íþróttaálfinum og bleikir merktir með Sollu Stirðu. Eins og gefur að skilja stóð til að kaupa þá bleiku, en okkur brá í brún þegar við tókum eftir mismunandi verði á þeim, kr. 3.999, og þeim bláu sem voru á kr. 2.999 en virtust þó vera samskonar að öðru leyti. Við spurðum starfsmann verslunarinnar hvernig stæði á þessum 1.000 kr. mismun, og fengum þá skýringu að einhver munur væri á þeim en að "hann vissi ekki nákvæmlega hvað". Þar sem okkur þótti þessar skýringar ótrúverðugar þá gerðumst við svo frökk að opna pakkningarnar og bera vörurnar saman. Viti menn þær báru nákvæmlega sama vörunúmerið og eini merkjanlegi munurinn var liturinn og fígúran, eða þ.a.l. kynferði markhópsins! Okkur þótti auðvitað afar óviðeigandi að þurfa að greiða 1.000 kr. meira fyrir sömu vöruna vegna þess að dóttir okkar er kvenkyns, enda er mismunun gagnvart kynferði beinlínis bönnuð í stjórnarskrá lýðveldisins. Við fórum með bleiku skautana að kassanum og kröfðumst þess að fá þá keypta á sama verði og þá bláu. Afgreiðslupiltinum brá nokkuð í brún og sagðist ætla að sækja yfirmann, sem kom þó aldrei, en við fengum hinsvegar það svar að verðmerking við hillu hafi verið röng. Með semingi fengum við skautana loks á lægra verðinu með 1.000 kr. afslætti, og athygli vakti að á kassanum var verðið það sama og við hilluna eða kr. 3.999 fyrir þá bleiku. Að lokum bentum við starfsmanninum á að þá skyldu þau breyta verðskráningunni, og héldum svo á brott með bleiku skautana ánægð að hafa náð fram rétti okkar sem neytenda.
P.S. Núna í maí áttum við leið í sömu verslun, og duttu okkur dauðar lýs úr höfði: verðið var óbreytt á Latabæjar-línuskautum. Bláir á kr. 2.999 og bleikir á kr. 3.999. Við viljum koma þessu á framfæri, bæði til að upplýsa neytendur um hvers beri að gæta í viðskiptum með leikföng sérstaklega vegna þessara ólíku markhópa sem kynin eru. En líka til að hvetja kaupmenn til þess að hafa þessi mál í lagi hjá sér. Viljum við búa í þjóðfélagi þar sem er dýrara að eiga dætur en syni?
Bestu kveðjur,
Guðmundur Ásgeirsson og Þ. Benný Finnbogadóttir
Ja ég segi nú bara af hverju er nú ekki hægt að vera með eina týpu af skautum fyrir bæði kynin? Ekki finnst mér bleikt vera eitthvað meira fyrir kvenkyn alveg eins og mér þykir blátt ekkert vera frekar fyrir karlmenn. Er ekki Jóhanna Guðrún í bláum kjól í Eurovision!!!!!!!!
SvaraEyðaEngin held ég að segja neitt um það en ég mundi nú frekar kaupa Sollu Stirðu fyrir stelpuna mína heldur en Íþróttaálfin því oftast þá kynjaskipta börnin upp fyrirmyndinum sínum sjálf, sem sé líta frekar upp til manneskju af sínu eigin kyni.
SvaraEyðaEn ég er nokkuð viss um að í lögum sé eitthvað að finna um það að ekki megi mismuna vegna kyns þíns og þá hlýtur það líka að falla undir vörur af sömu tegund sem er beint að stelpum og annars vegar að strákum.
En af hverju ekki bara hafa Magga mjóa,Stínu símalínu,Sigga sæta eða Bæjarstjóran á þessu ? En hver er það sem kynjaskiptir þessu svona? ekki ert það þú. Allavegana hef ég smá samúð með því að þú látir markaðssetningu hafa áhrif á þig ekki er það þér að kenna.
SvaraEyðaHver segir að stelpur þurfi að vera í bleikum línuskautum en strákar í bláum? ÞEtta er bara af því að við foreldrar erum að ala þetta rugl upp í þeim. Ég hefði sagt við dóttur mína í þessu tilfelli: annað hvort bláa eða enga og svo hefði ég keypt eitthvað fallegt handa henni fyrir 1000 kallinn sem þeir voru ódýrari og nei ég heiti ekki sóley Tómasdóttir og ég er ekki í feministafélaginu.
SvaraEyðaHvað með hárgreiðslustofurnar sem rukka konur miklu meira fyrir klippingu en karla?
SvaraEyðaÆji vá ég skil stundum ekki svona tuð hjá sumu fólki, það er eins og aldrei sé hugsað lengra en sitt eigið nef, ekki það að ég sé eitthvað að verja Hagkaup/Bónus/10-11/Útilíf/365 miðla/Debenhams og allt þetta Baugs/Haga pakk sem á allt þetta dót!
SvaraEyðaen það er önnur ella. Hvað ef þið hefðuð ætlað að kaupa bláa? hefðuð þið ekki bara verið nokk sátt við að fá þá 1000 kr ódýrari? hefðuð þið kannski farið með þá og bent á að hei ættu þessir ekki að kosta 3990 frekar en 2990?
nei væntanlega ekki..
kannski selst bleiki skórinn meira en blái og þeir lækkuðu hann til að reyna selja hann út..
kannski komu báðir upphaflega á sama verði en bleiki kláraðist og þurfti að panta aftur og þá var hann orðinn dýrari.. kannski veit ekki..
kannski kosta bleiku einfaldlega meira frá þeim aðila sem þeir panta frá..
kannski eru bleiku dýrari í framleiðslu en bláu.. hvað veit ég.
strákurinn sem var að vinna hefur líklega verið ungur strákur að vinna á lágmarkslaunum, hver sá sem þekkir fólk sem hefur unnið í hagkaup eða hefur á einhverjum tímapunkti unnið í þessari verslun eða sambærilegri veit að tímakaupið er ekki hátt og krakkarnir sem eru að vinna þarna fá oft á tíðum ekki þá þjálfun sem til þarf, að æsast við grey afgreiðslu strákinn er eins og að rífast við kassastelpuna í bónus um verð, það segir mun meira um einstaklinginn sem er að rífast heldur en grey starfsmannin sem er bara reyna vinna sína vinnu...
Afhverju ekki að hringja eða senda email á verslunarstjórann og spyrja fyrst hann var ekki við á akkurat þeim tímapunkti sem þið voruð að versla til að fá útskýringar, láta bara taka skautana frá og sjá hvort hann vildi selja ykkur þá 1000 kr ódýrari. en þið fenguð ykkar framgengt með heimtufrekju og yfirgangi... gott hjá ykkur..
Góðan daginn
SvaraEyðaMér finnst þessi gagnrýni í upphafsinnlegginu alveg réttmæt. Verslunin selur væntanlega, og kaupir, fleiri bleika skauta og fær þá þar af leiðandi mögulega ódýrar en þá bláu, SAMT eru þeir seldir á hærra verði. Kannski eru aðrar skýringar (eins og bleiku seldust upp og nýja sendingin var dýrari) en hin vinnubrögðin sér maður mjög oft, t.d. hækka bökunarvörur í Bónus alltaf rétt fyrir jólin þegar allir eru að kaupa í jólabaksturinn. Löglegt en siðlaust, gróðahyggjan í hámarki!
kv. laufey
það sem ég rek augun í er að þú segir að bæði bláu og bleiku skautarnir hafi haft sama vörumerki (sem mér finnst nógu skrítið þar sem það gerir það erfiðara fyrir að fylgjast með hversu mikið er til af hverju). Vil ekki vera að fullyrða neitt þar sem ég hef aldrei unnið í hagkaup og veit ekki hvernig kerfið virkar hjá þeim en þar sem ég var að vinna var ekki möguleiki að hafa mismunandi verð á sama vörumerkinu. Þú segir heldur ekki hvor verðmerkingin hafi verið röng en hugsa að það hafi verið sú ódýrari þar sem sú dýrari kom fram í kerfinu. Til að gæta samt sanngirni hérna þá á viðskiptavinurinn alltaf rétt á lægsta verðinu sem er auglýst, sem í þessu tilfelli væri 2999.
SvaraEyðaVarðandi það að starfsmaðurinn hafi sagt að það væri eikver munur en vissi ekki hver þá hefur hann líklegast verið nokkuð nýr þarna og, eins og kom fram í fyrri kommenti, ekki verið með nægilega þjálfun.
þau eru að tala um serial númerið á skautunum sjálfum
SvaraEyðakommon ertu að væla útaf einhverjum þúsund kalli ? sérstaklega þegar varan kostar ekki einu sinni yfir 5000 kall... get over your self !
SvaraEyða...hey! Það er nú oftast þannig að þið stelpur fáið ódýrari föt og skó og mest allan fatnað ódýrari. Og ekki skiptir hvar maður er eða hvert maður fer. Erlendis eða innanlands.
SvaraEyðaSkrifar Andrés Jakob