miðvikudagur, 6. maí 2009

Dýrir dropar

Af því að mér blöskraði verð á augndropum sem ég fékk um daginn langaði mér að segja ykkur frá því. Þannig var að ég fékk sýkingu í augu vegna kvefs sem ég var með. Af því að það er búið að gera aðgerðir á báðum augunum mínum fór ég til augnlæknis sem skaffaði mér resept fyrir dropum til að vinna á þessu. Fór ég nú í apótek að leysa dropana út en þeir heita Oftaquix og eru í 5 ml glasi sem kostaði 2480 kr, ég fékk tvö glös þannig að ég borgaði 4960 kr. fyrir. Þegar ég sagði við afgreiðslustúlkuna að mér þætti þetta dýrt sagði hún hróðung að þetta væru tvö glös!!!!
Ég vona bara að það séu ekki margir sem þurfa að nota augndropa sem kosta 5 milljónir líterinn!!!
Kveðja, Ásta Kjartansdóttir

3 ummæli:

  1. Eins og ég sagði í öðru kommenti hérna í dag, þá skilst mér að Laugarnes apótek sé einkarekið og ekki keðja og er yfirleitt með mjög hagstæð verð... mæli með að menn kíki á það

    SvaraEyða
  2. er þetta ekki 496.000 kall líterin í stað 5 miljóna? nánast gefins samt!

    SvaraEyða
  3. Spurning hvort smyglarar þessa lands fáist til að snúa sér að augndropasmygli? - Greinilega ábatasamt stöff. :=)

    SvaraEyða