sunnudagur, 3. maí 2009

Lélegt á Ruby

Ég fór með vini mínum á Ruby Tuesdays í fyrsta skipti um daginn og við pöntuðum tvo Classic Cheeseburger sem kosta 1390 krónur hvor. Það er í sjálfu sér ekki svo mikið okur, en þegar maður borgar tvöfalt meira fyrir borgara og franskar en t.d. á McDonalds eða venjulegri grillsjoppu þá reiknar maður með því að þjónustan og maturinn séu líka talsvert betri.
Við biðum lengi miðað við að það var bara setið við fjögur borð í salnum og fyrir rest komu tveir Collossal Burger, tvöfaldir hamborgarar. Eftir talsverða fyrirhöfn tókst okkur að ná athygli unglingsstráksins sem var að þjóna til borðs og benda honum á mistökin. Viðbrögðin voru "öhh ókei..." og svo hvarf hann inn í eldhús með diskana án þess að segja nokkuð meira. Eftir nokkra bið í viðbót kom hann aftur og setti á borð fyrir okkur sömu borgara og áður, nema hann var búinn að taka auka hæðina úr þeim. Þeir voru orðnir kaldir og ólystugir og ekki datt honum í hug að biðjast afsökunar eða bjóða okkur afslátt. Við vorum orðin mjög svöng og létum okkur hafa þetta gegn betri vitund en ég fer aldrei aftur á þennan stað og vara alla við því að borða þarna.
Svona matur og þjónusta finnst mér vera vörusvik og svívirðilegt að rukka svona mikið fyrir.
Óska nafnleyndar.

6 ummæli:

  1. Þetta finnst mér nú bara vera hörmuleg þjónusta ég fór einu sinni þangað og bað um grillsteik þá sé ég einhvern blett og kom í ljós að þetta var myglublettur og þeir báðust ekki afsökunar né báðust til að gefa afslátt þjóninn sagði bara ég skal skera hann af!!!

    ég veit að ég fer aldrey aftur þangað!!!

    Kveða Reiður 12 ára strákur!

    SvaraEyða
  2. það var umræða hérna um daginn um myglu og ógeð og vonda þjónustu á Ruby tuesday, bendi á að leita hana uppi.

    SvaraEyða
  3. síðast þegar ég fór þangað var kjötið seigt og þjónustan hörmuleg.. hef ekki og mun ekki fara aftur !

    SvaraEyða
  4. Ég er höfundur upphafsinnleggsins og var bara núna að sjá fyrri kvartanir á þessari síðu um staðinn.

    Það lítur út fyrir það að eigendum Ruby Tuesdays sé bara alveg skítsama þó þeir sendi út óánægða kúnna. En hver einn og einasti viðskiptavinur sem þeir koma svona fram við segir ca. 10 manns frá, fyrir utan það svo að pósta það á svona síðum.

    Ef þessi kreppa hefur eitthvað gott í för með sér, þá er það að samkeppnin harðnar um störf og viðskiptavini svo að svona veitingahús verða fljót á hausinn.

    SvaraEyða
  5. Tek undir með fyrrum athugasemdum - hef akveðið að fara aldrei aftur þangað. Þjónustan mjög léleg og hæg. Maturinn annaðhvort brenndur eða kjötið seigt.


    Þetta er fyrir neðan allar hellur

    SvaraEyða
  6. Hef aldrei heyrt neinn hrósa Ruby og þekki það sjálf af eigin reynslu að þjónustan þarna er hörmuleg og hef ég ekki lagt leið mína þangað aftur. Það tala allir um þetta. Finnst bara merkilegt að staðurinn tóri ennþá....

    SvaraEyða