miðvikudagur, 3. júní 2009

Vatnssósa Búrfells beikon

Um helgina keypti ég tvo pakka af beikoni frá Búrfelli, sem ekki er í frásögur færandi, nema hvað að við steikinguna rann svo mikið vatn úr beikoninu að marg þurfti að hella því af. Ég ákvað því að athuga hve mikið beikonið rýrnaði við steikingu. Samkvæmt umbúðunum (ég dró þær meira að segja frá þyngdinni) var beikonið 730 g. Eftir steikingu var útkoman 229 g. Sem sagt - BÚRFELL - segir allt sem segja þarf.
kv
Anna

3 ummæli:

  1. Það er ekki hægt að kaupa gott beikon lengur á íslandi... allt svona

    SvaraEyða
  2. Það er hægt að fá alvöru bacon í Fjarðarkaup, þannig að fitan renni úr við steikingu. Hér áður fyrr fannst mér þessi fita andstyggileg, en um leið og hún hætti að leka þá fór ég að sakna hennar því ég nýti hana í dressingu og til að steikja annað kjöt.

    SvaraEyða