miðvikudagur, 3. júní 2009

Circus Rokk og Ról tónleika - Bakskita!

Veit nú ekki hvort að þú birtir þetta frá mér en ég get bara ekki orða bundist! Voðalegur 2007 bragur á fyrirtækjunum miði.is og Herra Örlygi (held ég) í tengslum við þessa tónleika.
Ég keypti í góðri trú miða í stúku í Laugardagshöllina á þessa tónleika. Nokkrum dögum sé ég forsvarsmann tónleikahaldara (Herra Örlygs?) í fjölmiðlum varðandi niðurfellingu tónleika Jóhönnu Guðrúnu, sem áttu að vera daginn áður í Laugardagshöll. Planið átti að vera að samnýta þann búnað sem til þarf að halda svona tónleika og ná með því auknu hagræði. Hætt var við tónleika Jóhönnu vegna einhverra samningaviðræðna hennar í Svíðþjóð og allt í einu kemur í ljós að ekki væri hægt að halda tónleika Dúndurfrétta daginn eftir. Einhverjum dögum eftir þetta, var tilkynnt að Circus tónleikarnir myndu verða fluttir á NASA. Hvernig á að koma öllum úr Laugardagshöll inn á NASA veit ég ekki! En það liggur í augum upp að sala á þessa tónleika hefur gengið afleitlega og því ekki annað gera að flytja þá á mun minni stað. Luagardalshöll tekur rúmlega 5000 manns en NASA ekki meira en 800 manns.
Allavegna ég borgaði 7800 kr fyrir tvo miða í stúku á þessa tónleika og hafði ekki hugsað mér að hætta við að fara, þrátt fyrir að fá að standa á NASA í tvo tíma á þessum tónleikum. Þannig að ég hafði samband við miði.is fyrr í dag og vildi fá mismuninn á stúkumiðum og stæðismiðum endurgreiddann, því ég ætlaði ekki að borga 1000 kall extra bara fyrir það að standa við hlið einhvers sem hafði borgað fyrir að fá að standa í upphafi. Nei þá var það ekki hægt! Það á sem sagt að rukka mig um 1000 kalli meira pr. miða fyrir það eitt að hafa viljað fá að sitja á þessum tónleikum í upphafi! Ég þakkaði pent fyrir og tjáði þeim á miði.is að svona léti ég ekki bjóða mér og að ég vildi fá endurgreitt fyrir miðana í dag. Nei, þá var það ekki hægt heldur, því að það tekur 2-3 daga að endurgreiða miðana! Semsagt að ég má þakka fyrir það fá endurgreitt fyrir helgi (og fyrir tónleikana) ef miði.is þóknast svo.
Ég á bara hreinlega ekki til orð yfir þessari þjónustu. Fyrir það fyrsta þá getur maður verslað miðana á netinu, en samt ekki alveg, vegna þess að maður þarf að fara hvort sem er á "næsta sölustað" til að ná í miðana sem greinilega er ekki hægt að prenta út á netinu og því verður hagræðið fyrir neytandann ekkert. Svo þegar tónleikahaldararnir ná ekki að standa við þá vöru sem þeir hafa selt manni, þá fyrst reyna þeir að selja manni allt aðra (og verri) vöru fyrir sama verð og ef maður þiggur hana ekki með þökkum, þá er heljarinnar prósess að fá endurgreitt! Hvaða rugl er í gangi?? Ég hélt það að með því að semja við miði.is þá væri miðasalan gerð miklu einfaldari (fyrir neytandann) og fljótlegri. Það er greinilega ekki svo. Látum það liggja milli hluta að nauðsynlegt hafi verið flytja tónleikana (slíkt gerist og ekkert við því að segja), en þá er algert lykilatriði að tónleikahaldarar komi á móts við okkur neytendur í samræmi við breytingar á tónleikunum. Hvaða vit er í því að selja miða á NASA á tvennu verði?
Kv. Ósáttur neytandi.

6 ummæli:

  1. Ég hef nú lent í því að þurfa að prenta út keyptan miða í bíó á midi.is og farið að innganginum og verið síðan sagt að ég verði að fara í afgreiðsluna(biðröðina) og ná mér í miða. Bíddu hvað varð þá um hagræðið og þægindin af því að kaupa miðan á netinu. Reyndar 50kr afsláttur ef keypt er á midi.is en alveg sama er ótrúlega lítið og fáranlegt.

    SvaraEyða
  2. ég á einmitt 2 ósótta miða á tónleikana og við keyptum í stúku. Mér finnst miklu meira en ömurlegt að fá ekki mismuninn greiddann á miðunum þar sem við stöndum orðið hliðina á þeim sem borga þúsund karli minna fyrir sína miða.
    OKUR

    SvaraEyða
  3. Mig langar til að leiðrétta smá misskilning sem virðist vera hér í þessari grein.

    Endurgreiðslur inná kreditkort eru gerðar samdægurs, hinsvegar getur tekið 2-3 daga fyrir færsluna að birtast á yfirliti handhafa kortsins. Í því efni er ekki við Midi.is að sakast.

    Kv
    Ólafur Thorarensen - Framkvæmdastjóri Midi.is

    SvaraEyða
  4. ánægjulegt að sjá að framkvæmdastjóri Midi.is lesi þessa síðu.
    aðal umkvörtunarefnið hjá þeim sem skrifar er það sama og mitt.

    Er NASA orðinn tónleikastaður sem bíður uppá 3900 kr virði af skemmtun og hljóðgæðum, útsýni á sviðið og upplifun ?

    Þegar miðarnir í Laugardalshöllina voru til sölu kostaði miðinn í stúku 3900 og miðinn í stæði kostaði 2900. Núna þegar of fáir hafa keypt miða til þess að tónleikar í Laugardalshöll standi undir sér bregða tónleikahaldarar og midi.is að hækka verðið á öllum miðum uppí 3900 svo að þeir sem keyptu miða á 2900 og ætluðu sér að standa í Laugardalshöllinni borga 1000 krónum minna en allir aðrir.

    Með því að hækka almenna miðaverðið uppí 3900 getur midi.is neitað að borga þeim sem vildu upplifa tónleikana með góðu útsýni frábærri upplifun mismuninn á stúkumiðunum og stæðismiðunum.

    þetta er okur... svo ótrúlega mikið okur!!!

    SvaraEyða
  5. En er það ekki við tónleikahaldaran að sakast í þessu máli en ekki midi.is ? En samt finnst mér nú persónulega bara vesen að þurfa að kaupa miðan í gegnum netið og þurfa svo að fara sérferð að sækja miðan á einn staðinn og mæta síðan á þriðja staðinn seinna sama dag eða einhvern annan dag. Miðinn ætti náttúrulega bara að vera í afgreiðslunni á tónleikastað.

    SvaraEyða
  6. mér hlakkði svo til að njóta flottra tónleika í laugradalshöllini úr sætinu mínu en svo á að troða mér inn á nasa og láta mig standa í 2 tíma fyrir sama pening
    okur!

    SvaraEyða