þriðjudagur, 9. júní 2009

Hent út af Ölveri út af gosglasi

Tómas heiti ég og varð fyrir virkilega slæmri þjónustu sem á sér enga líka.
Það var þannig að ég og bróðir minn förum á Ölver í Glæsibæ til að horfa á fótboltaleik.
Ég byrja á því að panta mér einn bjór. Þegar afgr. konan er að hella bjórnum í glas spyr ég hana hvort hún sé með hamborgaratilboð.
Hún svara því játandi og ég spyr hvað það kosti, 1.100,-kr svara hún. Og þá spyr ég hana hvort það séu franskar og Coke með. Þessu svarar hún játandi og ég segist ætla fá eitt slíkt. Fyrir bjórinn og borgarann borga ég 1.600,-kr fyrir. Svo fer ég að mínu borði og fæ borgarann stuttu seinna, nema það vantar gosið. Ég geri mér ferð að barborðinu þar sem eigandinn afgreiðir mig með gosið.
Stuttu seinna kemur hann að mér og heimtar að ég borgi gosið. Ég segi þá við hann að ég hafi keppt það með í tilboðinu. Hann svara því neitandi og rökstyður það með því að segi að ég hafi fengið bjór með. Ég segi við hann að ég komi og ræði við hann þegar leiknum sé lokið. Það fyrsta sem ég geri þegar það kemur hálfleikur er að fara og ræða við hann. Ég byrja á því að vera léttur og skemmtilegur við hann og segi við hann að mér fynndist að ég þyrfti ekki að borga gosið og rek mín samskipti við hans starfsmann sem kemur inn í samtalið og segir við mig að ég hafi sagt koktelsósu, ekki coke. Ég segi henni að svo hafi ekki verið og þyki leiðinlegt að hún hafi miskilið mig. Þá segir eigandinn við mig að ég hafi um tvennt að velja, annað hvort að borga gosið eða ég gæti bara drullað mér út. Bróðir minn stendur við hliðina á mér og verður vitni að þessu. Og spyr hvort að þetta sé nú ekki full gróf framkoma við viðskiptavin sem væri nú búinn að eyða nokkur þúsundum á meðan leiknum stóð. Hann svarar með því að segja við hann að halda kjafti og við gætum bara báðir drullað okkur út.
Ég og bróðir minn erum með samanlagt 20 ára reynslu úr þjónustustörfum og höfum aldrei á okkar ferli orðið vitni af slíkri þjónustu. Ég er núna tveimur vikum seinna ekki búinn að fatta hvað kom yfir þetta fólk og afhverju þessi hegðun átti sér stað. Því ég og bróðir minn vorum ekkert nema kurteisir við þau. Þarna missti Ölver marga viðskiptavini í skiptum fyrir 0,5L af gosi, sem ég endaði með að skila til hans eftir einn sopa, ekki hafði ég mikið geð á að drekka það eftir þessi viðskipti.
Tómas

11 ummæli:

  1. Viðskiptavinurinn hefur alltaf á réttu að standa er fyrir löngu orðið úrellt hugtak því viðskiptavinir misnota það óspart en þetta er náttúrulega bara bull. Takk fyrir að láta okkur vita að við þurfum ekki að fara þangað í fíluferð til þess að fá mjög vonda og dónalega þjónustu takk fyrir.

    Að eigandinn skuli standa í stappi um 1/2 líter af coke til eða frá segir mér að hann geri sér ekki grein fyrir því að það eru smámunir m.v. það vonda orðspor af honum sem hlýst af þessu og skaðar hann margfalt meira en andvirði cokesins.

    SvaraEyða
  2. Flott að frétta af svona viðskiptaháttum. Núna fer maður ekki aftur þangað..

    SvaraEyða
  3. Aldrei mun ég fara á Ölver.

    SvaraEyða
  4. Mikið er ömurlegt að heyra svona sögur. Greinilegt að þessi maður er ekki starfi sínu vaxinn sem bar-eigandi
    kv Halla.

    SvaraEyða
  5. Að kasta 500 kalli fyrir tíkall?

    Sýnist það...

    SvaraEyða
  6. Hef fyrir tilviljun aldrei farið á ölver. En nú veit ég að ég mun aldrei fara þangað.

    SvaraEyða
  7. mun aldrei stíga fæti aftur þangað eftir þessa frásögn, ömurlegur staður í alla staði. Dreg Tólfumenn með mér annað.

    SvaraEyða
  8. Hef sjálf unnið í þjónustustörfum í meira enn áratug og þetta er óafsakanleg hegðun og þá sérstaklega frá eiganda ..en ef honum er svona hrikalega illa við viðskiptavini sína þá verður honum að ósk sinni að vera laus við þá með svona framkomu.

    SvaraEyða
  9. Við félagarnir erum hættir að fara þangað eftir þessa frásögn.

    SvaraEyða
  10. Eg lenti i þessum brjalaða og skapvonda eiganda þegar eg fer med vinum minum og þeir kaupa sér mat en ég var búinn að borða. Sitjum saman fyrir landsleik og ég tek upp súkkulaðistykki medan þeir eru ad borða og drekka bjór en þá snappar hann á mig lol. Við gatum ekki annað en hlegið af þessum reiða gamla karli lol

    SvaraEyða